Golden Globe verðlaunahátíðin fer fram í kvöld, þann 10 janúar og bíða margir þess með óþreyju að sjá hverjir hreppa gyllta hnöttinn að þessu sinni. Þó freistandi sé að leiða getum að því hverjir fara með sigur úr býtum og erfitt sé að spá til um úrslit, er ekki vitlaust að renna yfir hvaða listamenn eru tilnefndir.
Hér fara þeir listamenn og lög sem tilnefnd eru sem bestu frumsamda titillag kvikmyndar:
1. Love Me Like You Do
Melódía og textagerð var í höndum þeirra Max Martin, Savan Kotecha, Ali Payami, Ilya Salmanzadeh, en Elle Goulding flutti lagið í kvikmyndinni Fifty Shades of Grey sem sló algerlega í gegn snemma árs 2015 og olli miklu fjaðrafoki. Titillag kvikmyndarinnar sló algerlega í gegn á árinu og ómaði ljúfsár söngur Elle Goulding löngu eftir að líftíma kvikmyndarinnar í bíóhúsum lauk:
2. One Kind of Love
Brian Wilson og Scott Bennet sömdu þessa ljúfsáru melódíu sem ómaði í kvikmyndinni Love & Mercy þar sem Paul Dano og John Cusack fóru með hlutverk hugmyndasmiðsins að baki Beach Boys.
3. See You Again
Þessi fallega melódía sem Wiz Khalifa flutti í félagi við Charlie Puth og var titillag kvikmyndarinnar The Furious 7, laðaði fram tár á vanga ófárra, en melódíuna sömdu Justin Franks, Andrew Cedar, Charlie Puth og Cameron Thomaz; öðru nafni Wis Khalifa:
4. Simple Song #3
Þetta fallega lag var titillag kvikmyndarinnar Youth og var samið af David Lang:
5. Writing’s On The Wall
Sam Smith samdi nýjasta Bond lagið, sem ómaði í kvikmyndinni Spectre og er einnig tilnefnt til Golden Globe verðlauna. Melódíuna samdi Smith ásamt Jimmy Napes en sá söngvarinn hugljúfi flutti einni lagið sjálfur.
Which one gets your vote? Find out the winner when the Golden Globes air Sunday night at 8 p.m. ET on NBC.