KVENNABLAÐIÐ

Ótrúleg vinátta – Hugrakka geitin Timur vann hug og hjarta tígursins Amur

Amur, sem er villtur tígur og geitinni Timur (sem var ætlað að vera lifandi bráð) mynduðu órjúfanleg vináttutengsl í nóvember sl. og þvert á spár fróðustu manna lifir tvíeykið í sátt og samlyndi í rússneska þjóðgarðinum Far East Safari Park.

Þessu reiknaði enginn með, en geitin og tígurinn eyða öllum sínum tíma saman; fara í feluleiki, veiða saman og stangast jafnvel á þegar hiti færist í leikinn. Ótrúlegt má virðast, en Amur er enn vingjarnlegur við Timur, þó hinn síðarnefndi (geitin) hafi rekið Amur (tígurinn) úr holu sinni þegar regnstormur geisaði fyrir stuttu síðan.

TigerGoat1

Ekkert virðist geta komið upp á milli þessa ólíklegu vina og sýnir parið samstöðu í einu og öllu – jafnvel þó ráneðli Amur sé enn greinilegt. Í viðtali við BBC sagði formaður þjóðgarðsins að tígurinn veiddi sér enn til matar, en léti geitina vera með öllu:

Við færum Amur enn lifandi bráð einu sinni í viku, en af virðingu við Timur erum við hættir að færa honum geitur til að veiða.

Stóra spurningin sem brennur á allra vörum er aðvitað sú, – hvað í ósköpunum hindrar Amur í að veiða og drepa geitina Timur, sem upphaflega var ætluð sem lifandi bráð handa tígrinum? Samkvæmt umönnunarteymi tigursins, skipti hugrekki Timur sköpum.

Þar sem geitin lærði aldrei að óttast tígra, sýndi Timur engin óttamerki þegar hann var teymdur sem lifandi bráð inn í búrið hjá Amur. Í stað þess að hlaupa í burtu, hnusaði geitin sem nú heitir Timur, af tígrinum Amur og hóf að leika við hann. Tígurinn varð ruglaður í ríminu, missti áhugann á bráðinni sem sýndi engan ótta eða bilbug og gafst einfaldlega upp.

Þetta hefur einu sinni gerst áður, en þá var önnur geit leidd inn í búrið og sýndi engin óttamerki. Tígurinn ákvað að þyrma lífi hennar, en um leið og geitin hopaði og varð hrædd var leikurinn búinn. Það var þá sem tígurinn réðist á geitina og drap hana. Staðan er þó önnur núna og dýrin eru bestu vinir.

Þessi sérstæða vinátta hefur vakið ómælda athygli en teymið sem starfar í Far East Safari Park hefur ákveðið að koma upp 16 myndavélum sem eiga að sýna í beinni útsendingu frá uppátækjum dýranna, en einnig hafa kvikmyndagerðarmennirnir Eleonora Lyubimova og Sooyong Park ákveðið að vinna heimildarmynd um tígurinn og geitina sem tengdust órjúfanlegum böndum.

Ekki ber á öðru en að Amur og Timur hafi ratað í heimsfréttir sökum uppátækja sinna, en lærdóminn sem draga má af vináttu þeirra er auðvitað óttaleysi geitarinnar og viðbrögð tígursins, sem þyrmdi lífi leikfélagans – allt vegna þess að hinn fyrrnefndi hræddist ekki styrk hans. Mögnuð vinátta sem hér sést á filmu:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!