Fleginn kjóll? Opið hálsmál? Svo þú ert að fara út um helgina? Gleðin er ekki á enda þó áramótin séu liðin hjá. Langar þig í fallega kjólinn á stefnumótið? Hrædd um að fullkominn andlitsfarðinn tóni illa við bringuna?
Lausnin er fundin; í myndbandinu hér að neðan fer förðunarbloggarinn Laura Lee yfir þá tækni sem liggur að baki því að farða bringuna og brjóstasvæðið ef ætlunin er að fara út í flegnum kjól. Farið er ofan í þá tækni hvernig á að lýsa upp, skyggja og skerpa á brjóstalínunni svo brjóstin virðist stærri og bringan fái á sig áferðarfallegri blæ við kvöldförðunina.
Smart hjá Lauru – fleiri förðunarmyndbönd frá henni eru HÉR!