KVENNABLAÐIÐ

Óhugnarlega falleg melódía frá meistara Bowie – breiðskífan Blackstar útgefin á morgun

Meistari Bowie gengur inn í árið með útgáfu nýrrar breiðskífu sem út kemur á morgun, 8 janúar en tvær spánýjar smáskífur er þegar komnar út af umræddu albúmi.

Bowie svíkur ekki aðdáendur sína fremur en fyrri daginn og rennur kalt vatn milli skinns og hörunds í myndbandinu við lagið Lazarus, sem út kom fyrr í dag. Myndbandið líkist einna helst stuttmynd og var leikstjórn í höndum Breaking Bad leikstjórans Johan Renck og virðist vera tekið upp á sjúkrabeði, þar sem Bowie syngur örvingla í sjúkraklæðnaði.

Áður er útkomin smáskífan Palladia, sem er jafnframt titillag nýju breiðskífunnar sem kemur á morgun og varpar meðal annars ljósi á látinn geimfara, konu með hala, sólmyrkva, syngjandi Bowie með augnbindi og lifandi fuglahræður svo eitthvað sé nefnt.

Hér fer aftur á móti smáskífan Lazarus, en breiðskífan Blackbird kemur út á morgun:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!