KVENNABLAÐIÐ

VIÐBJÓÐUR: Lúxusgisting reynist morandi í blóðsjúgandi rúmlúsum – Myndband

Rómantísk helgarferð snerist upp í hreinræktaða martröð nú um áramótin, þegar ungt og ástfangið par frá Kaliforníu lagði upp í ferðalag til New York í þeim tilgangi að fagna afmælisdegi Elgin Oslin, sem tók myndbandið sem sjá má hér að neðan.

Unga fólkið hafði fengið andvirði hótelgistingar að gjöf frá móður Elvin, sem pantaði herbergi fyrir þau á Astor on the Park hótelinu á Manhattan. Þrátt fyrir góðan orðstír og ágætt verð á gistingu – en nóttin kostaði foreldra Elgin rúmar 50.000 íslenskar krónur – reyndist herbergið vera svo morandi í skorkvikindum að unnusta Elgin þurfti að leggjast inn á spítala og hefur hvorki komið niður mat né fljótandi fæðu síðan hún lagðist inn, sökum flökurleika og vanlíðunar eftir skelfilega reynsluna.

Hótelið hefur nú endurgreitt unga parinu að fullu, en í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðuna WABC, sagði Elgin að peningarnir skiptu minna máli í þessu hræðilega samhengi – það væru minningarnar og áfallastreitan sem þau bæði glíma við í kjölfar vðurstyggðarinnar sem myndi fylgja þeim ævina á enda.

Að því er kemur fram á fréttamiðlinum NY Daily News glataði parið einnig öllum ferðafatnaði sínum og varð af þeim skoðunarferðum sem höfðu verið ákveðnar, þar sem stúlkan þurfti að leggjast inn á spítala og fatnaðinum, að andvirði 130.000 íslenskra króna, varð að henda vegna skorkvikindaplágunnar sem bókstaflega iðaði í öllum farangrinum.

Lesa má frásögn unga fólksins á vefmiðlinum MIC en hér að neðan má sjá skelfilegt myndbandið sem Elgin tók meðan parið dvaldi enn í herberginu og ber ekki á öðru en að heppni hafi ráðið því að ekki fór verr: 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!