Það eru sannarlega litlu hlutirnir sem gefa lífinu gildi. Sérstaklega þegar börnin eiga í hlut. Að ekki sé minnst á þá stóru uppgötvun sem fólgin er í að læra að hlusta eftir eigin prumpi. Þá er einfaldlega ekki hægt að þramma stórstígur gegnum hversdaginn; lífið er gert til þess að gleðjast eins og þessi litla stúlka veit, sem ljómar af stolti þegar upp fyrir henni rennur að … hún afrekaði að prumpa af sjálfsdáðum.