KVENNABLAÐIÐ

Fimm erkitýpur flörtara – Hvernig daðrar þú? Taktu prófið!

Þær aðferðir sem þú notar til að vekja athygli á eigin ágæti, geta móti spáð fyrir um möguleika þína á innihaldsríku og langvarandi tilfinningasambandi. Nýleg rannsókn sem fór fram í Háskólanum í Kansas leiddi í ljós að fimm megingerðir daðurs eru ríkjandi hjá þeim sem vilja ganga í augun á öðrum.

Rannsóknin sjálf náði til ríflega 5000 einstaklinga á aldursbilinu 18 til 80 ára og snerist um spurningalista sem þáttakendur voru beðnir að svara. Allir þáttakendur rannsóknarinnar voru einhleypir og virkir á stefnumótamarkaðinum, en þáttakendur svöruðu einföldum spurningalista sem skar úr um þá gerð daðurs sem fólk grípur til.

Spurningar á borð við „karlmenn ættu að ganga á eftir konum, en ekki öfugt“ og „karlmaðurinn ætti alltaf að eiga fyrsta skrefið“ voru meðal þeirra álitamála sem þáttakendur skáru úr um, en þeir sem telja að hefðbundnum gildum eigi að fylgja út í ystu æsar, eru samkvæmt niðurstöðum líklegri til að mynda stöðugt og langvarandi tilfinningasamband.

Þeir sem aðhyllast galsafullt daður þóttu þá ólíklegastir til að ganga í hjónaband og virðast njóta þess út í ystu æsar að vera einhleypir. Þessir einstaklingar samsinntu staðhæfingum á borð við „daður er bara leikur“ og „engin alvara þarf að liggja að baki saklausu daðri.“

Hér á eftir fara þær fimm megingerðir daðurs sem fólk grípur til í upphafi kynna.

Hefðbundnir: Hefðbundnir velja orð sín vel, daðra við fáeina útvalda og eru vandlátir þegar kemur að vali á maka; þeir gefa sér nægan tíma í tilhugalífið og byggja sambönd sín á langvarandi aðdraganda og hægum kynnum. Í þessum flokki fer fólk sem lítur svo á að karlmaðurinn ætti alltaf að taka fyrsta skrefið og konan ætti aldrei að hafa frumkvæði sjálf. Bæði kynin eru fremur innhverf í allri nálgun.

Líkamlegir:Þeir nota létta líkamssnertingu til að vekja athygli á sér og eru ófeimnir við að taka fyrsta skrefið. Hér fara þeir sem mynda tengsl og þróa sambönd auðveldlega, búa yfir mikilli kynorku og byggja upp sterk tilfinningatengsl við maka sína. Sambönd þessara einstaklinga byggja að mestu á kynferðislegum áhuga.

Einlægir: Einlægir einstaklingar njóta að öllu jöfnu velgengni, eru sjálfsöruggir og geta á augabragði skorið úr um hvort möguleikinn á nánari kynnum er fyrir hendi. Þeir líta svo á að daður feli í sér raunverulegt hól og að innilegur trúnaður í samskiptum sé ein besta leið til að byggja tilfinningasamband á.

Kurteis:Stefnumót ættu að byggja á almennum siðareglum samfélagsins og fara fram af varkárni. Þeir sem eru kurteisir einbeita sér að almennum mannasiðum og kynlausum samskiptum, leggja áherslu á vönduð samskipti og gefa sig ekki að öllum. Oft líður langur tími frá fyrstu kynnum þar til áhugi kviknar.

Galsafullir:Þeir sem falla undir galsafulla flokkinn daðra oft án nokkurrar merkingar og hafa lítinn áhuga á langvarandi tilfinningasamböndum. Þetta fólk daðrar sér til ánægju og til þess að auka enn á eigið sjálfstraust. Þeir daðra hvert sem þeir fara og eru þeirrar skoðunar að daður sé ánægjuleg leið til að eiga samskipti. Hér fara hrifnæmir einstaklingar sem laðast gjarna að ólíku fólki, eiga oft í innihaldslausum og stuttum tilfinningasamböndum og njóta þess að vera einhleypir.

Vekja niðurstöðurnar forvitni þína?

Smelltu hér til að taka sjálft prófið!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!