KVENNABLAÐIÐ

Hvar finnurðu til í líkamanum? Þú gætir þurft að endurskoða sálarlífið!

Vissir þú að tilfinningar og verkir í líkamanum eru nátengd? Hugsanir og tilfinningar geta haft bein áhrif á því sem þú finnur fyrir í líkamanum. Dr. Susanne Babbel sálfræðingur skrifar fyrir Psychology Today: „Rannsóknir hafa sýnt að krónískir verkir eru ekki bara vegna áverka eða slyss sem fólk hefur orðið fyrir heldur líka vegna streitu og erfiðra tilfinninga.“

Heldur hún áfram: „Oft má skrifa líkamlega verki á viðvaranir – eitthvað sem líkaminn er að reyna að segja okkur og að það þurfi að vinna úr andlegum vanda í leiðinni.“

Hvers vegna höfum við bakverki? Verki í fótum eða hnjám? Littlethings.com fór á stúfana og lét sérfræðinga í verkjum og sálarlífi fólks útskýra mismunandi veikleika líkamans og tengingu þeirra við sálarlífið.

 

v upp back

 

Efra bak

Rithöfundurinn og sjálfshjálpargúrúinn Ronda Degaust segir:

Verkir í efra baki geta gefið til kynna að þig skorti tilfinningalegan stuðning. Þér gæti fundist þú ekki verðskulda ást eða gætir verið að bæla tilfinningar til einhvers annars.

Því gæti nú verið góður tími að seilast í ástúð þeirra sem standa þér næst. Ef þú ert ekki í sambandi mætti smá athygli og/eða ást létta á þessum verk í efra bakinu.

v neðra bak

Neðra bak

Dr. Mark W. Tong sem hefur sérhæft sig í náttúrulegum lækningum segir: „Peningar og fjárhagsáhyggjur geta tengst verkjum í neðra baki.“ Eins og þegar skortir ást hjá þeim sem hafa verki í efra baki getur skortur á fjármagni valdi verkjum í því neðra.

Ertu búin/n að biðja um launahækkun? Kannski fjármálaráðgjöf væri málið…

v höfuðv

Höfuðverkir

Doctor Christina Peterson segir að streita og andlegt álag geti valdið mígreni. Það gæti verið að þú sért að taka of mikið inn á þig sértu haldin/n miklum höfuðverkjum. Ónauðsynleg streita getur verið það sem er að berja í hnakkann á þér, svo að segja. Þú þarft meiri hvíld og hugsa betur um þig sjálfa/n.

v hals fors og inn

Hálsinn

Samkvæmt Lori D’Ascenzo,  sem er reikimeistari og sérfræðingur í hreyfifræði er sektarkennd og sjálfsfordæming geymd í hálsinum.

Verkur í hálsi segir að þú eigir í erfiðleikum með að fyrirgefa þér og þú dæmir þig of hart. Lesandi þetta ættirðu að gera lista yfir allt sem þér þykir vænt um hjá sjálfri/sjálfum þér og það sem þú hefur sektarkennd yfir. Fyrirgefðu og hreinsaðu loftið. Elskaðu sjálfa/n þig og þú gætir fengið bót þinna meina.

Axlir

 Ros Kitson sérfræðingur í hreyfifræði segir að áá öxlunum berum við byrðarnar okkar. Þegar við tölum að „axla“ eitthvað (s.s. ábyrgð) er það nákvæmlega það sem við erum að gera þar sem axlirnar spennast upp og valda sársauka. „þetta gæti verið hið fullkomna tækifæri til að láta einhvern annan axla ábyrgðina, svona einu sinni. Þú mátt alveg láta vita að þú þurfir hjálp.“

v olnbogar

Olnbogar

Dr. Alan Fogel skrifar í Psychology Today:

Verkir í olnbogum geta bent til að þú eigir til að vera með of mikla þrjósku eða stífni í daglegum samskiptum við fólk.

 

v hendur

Hendur

Þú réttir hendurnar út – í átt að hverju? Áttu erfitt með sambönd við aðra? Það gætu verið hnökrar á samskiptum þínum við annað fólk og valdið þessum verkjum sem þú finnur fyrir. Þú gætir reynt að eignast nýja vini, tekið þátt í hjálparstarfi, kynnst nágrönnum þínum. Kannski að fara í hádegismat með samstarfsfélaga í stað þess að vera ein/n?

Tengstu fólki!

v mjaðmir

Mjaðmir

Verkir í mjöðmum geta tengst því að þú eigir í erfiðleikum með að færa sig í átt til framtíðar. Að þú sért í erfiðleikum með að halda áfram, sért föst eða fastur í sömu sporunum.

v hne

Hné

Lawrence Michail,  sem sérhæfir sig í kínverskum læknisvísindum og nálastungum segir:

Þú gætir verið of stoltur eintaklingur til að „beygja“ þig. Þú ert of trú sjálfri/sjálfum þér og vilt ekki gefa eftir á neinn hátt. Of mikið egó?

v klafar

Kálfar

Dr. Laura Perry segir:

Punktar í kálfunum eru líklegir til að verða aumir þegar um er að ræða streitu eða andlegt álag. Látttu afbrýðisemi og gömul mal eða syndir lönd og leið. Afbrýðisemi gæti verið ástæðan og líklega ástæða þess að þú kannt ekki að meta það sem þú hefur!

v ökklar

 

v fæturÖkklar

 Jill Douglas rithöfundur tekur undir með sjálfshjálparfræðingnum Kathy Hadley:

Þú gætir verið í einhverskonar meinlæta-gír. Að neita sjálfri þér eða sjálfum þér um að njóta lífsins. Dekraðu við þig, njóttu lífsins. Það gæti linað sársaukann.

 

 

Fætur

Dr. Adaobi Anyeji sem er sálfræðingur í Kaliforníu segir að þegar fólk er þunglynt á það til að tala á neikvæðan hátt til síns sjálfs.

Of mikil neikvæðni og of lítið af ánægjulegum hlutum geta valdið krónískum verk í fótunum. Njóttu litlu hlutanna – annaðhvort í nýju barni hjá þér eða í fjölskyldunni eða í nýju gæludýri. Hamingjuríkara líf mun lina þjáningar þínar í fótunum.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!