Túrmerik er alveg dásamlegt krydd sem hefur sefandi og bólgueyðandi eiginleika. Þó Túrmerik sé ekki meðal í sjálfu sér og geti aldrei leyst hefðbundna meðferð af hólmi þegar um langvinna og alvarlega sjúkdóma er að ræða, er kryddið ágætt flensumeðal og frískandi við kvefi.
Margir telja þó túrmerik geta sefað verki sem stafa af gigt, komið jafnvægi á efnaskiptin og túrmerik getur einnig verið áhrifaríkt gegn höfuðverkjum, harðsperrum og liðverkjum. Því er ekki úr vegi að eiga túrmerik uppi í eldhúshillunni, því sáraeinfalt er að framreiða túrmerikbætta teblöndu með lífrænu hráhunangi og sítrónusneið.
INNHALDSEFNI:
2 matskeiðar af ferskri og nýrifinni túrmerikrót eða 1 matskeið af möluðu, lífrænu túrmerik
4 bollar af vatni
Hráhunang og sítróna til bragðauka
LEIÐBEININGAR:
Hellið vatninu í pott og komið upp að suðu.
Látið túrmerik-kryddið út í vatnið og látið malla í 10 mínútur.
Sigtið kryddið frá gegnum fíngerða tesíu og hellið blöndunni í bolla.
Bætið nú hunangi og sítrónu við til bragðauka og drekkið blönduna meðan hún er heit.