Í þessa galdaformúlu fara tvær vænar sítrónur, sem skornar eru niður í smáa búta og svo vænn skammtur af lífrænu hráhunangi, sem látinn er drjúpa yfir sítrónuna. Sagan hermir að uppskriftin, sem er sáraeinföld, geti bægt kvefi og flensu í fæðingu á brott, því er ekki úr vegi að prófa í það minnsta og sjá hvort kvefið víkur ekki fyrir rótsterkri sítrónu- og hunangsblöndunni.
Blöndunni er komið fyrir í lítilli krukku með loftþéttu loki (eða smáu Tupperware íláti) og sett inn í íssḱáp, þar sem blandan er látin standa þar til innihaldsefnin renna vel saman og mynda einskonar marmelaði.
Sjóðið vatn í potti, takið sítrónumarmelaðiblönduna fram og bætið vel í bollann. Hrærið saman, munið að njóta og látið kvefið líða á brott!