KVENNABLAÐIÐ

Naanbrauð „þegar maður byrjar getur maður ekki hætt“ útgáfan

Eins og Naan-brauð er nú sjúklega gott; þá er lítið mál að baka brauðið heima. Kúnstin er fólgin í því að steikja brauðið á pönnu – rétt eins og um pönnuköku væri að ræða en auðvitað má svo grilla Naanbrauðið á útigrillinu líka á góðum degi og bera fram með freistandi jógúrtsósu. Hér fer einföld uppskrift að Naanbrauði!

Uppskrift:

2 dl vatn (ylvolgt)

20 g ger

1 msk sykur

1 dl hrein jógúrt

250g hveiti

250g heilhveiti

1 tsk salt

3 msk Isíó-4 olía

1 tsk hvítlauksduft

Sesamfræ til að strá

Kryddolían til að pensla með:

1 dl Ísíó-4 olía

1 tsk hvítlauksduft

1 tsk cumminduft

½ tsk cayennepipar

1 tsk oregano

Salt eftir smekk

Aðferð:

Vatn, ger, jógúrt og sykur blandað saman í hrærivélarskál og hrært aðeins saman, hveitinu, saltinu, hvítlauksduftinu og olíunni bætt út í og hnoðað í smá stund. Ekki hnoða of lengi, annars verður brauðið stíft.

Takið deigið úr skálinni og hnoðið í kúlu, stráið hveiti í skálina og setjið deigið aftur í skálina, hyljið með plastfilmu eða klút í ca. 40 mín. Þá eru mótaðar litlar bollur og settar á hveitstráð borð, hitið pönnu enn ekki alveg á hæsta hita, rúllið brauðkúlunum út í ca. 2 cm þykkar pönnukökur og steikið á þurri pönnunni í ca.1 mínútu á fyrstu hlið og snúið þá brauðinu og penslið með kryddolíunni.

Þá er brauðinu snúið aftur, það á aðeins að sjást litlir „brenndir“ punktar á brauðinu, þá er hin hliðin einnig pensluð með olíunni, stráið yfir með sesamfræjum og haldið svo áfram með næsta brauð, gott er að þurrka af pönnunni með pappír á milli.

Einnig er meiriháttar að grilla brauðið á vel heitu grilli með sömu aðferð.

Borið fram með jógúrtsósu (sjá uppskrift undir sósuflokknum okkar)

Þessi uppskrift er fengin af vef HEILSUTORG, smellið HÉR til að skoða fleiri heilnæmar uppskriftir:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!