KVENNABLAÐIÐ

Ótrúleg veiðiferð – Lagði frá sér byssuna og ættleiddi tvo munaðarlausa dádýrskálfa

Þeim verður seint fisjað saman, þessum norsku veiðimönnum, sem ganga með þanda nasavængi og úttroðna nestispakka upp á fjöll og skjóta allt sem á vegi þeirra verður. Næst þegar þú heyrir af einum gallhörðum og þá allra helst norskum veiðimanni sem lætur sér ekkert fyrir brjósti brenna, skaltu hugsa til hans Halvør, sem sá aumur á tveimur litlum munaðarleysingjum.

Ekki fylgir sögunni hvort Halvør hafi einmitt fellt móður dádýrskálfanna sem elta hann hvert fótmál – en eitt er víst, að hann hafði ekki brjóst í sér til að skilja litlu dýrin eftir í myrku skóglendinu og tók því báða kálfana með sér heim – sem svo aftur varð til þess að nú situr blessaður Halvør nótt sem nýtan dag, á nærbuxunum einum fata og matar dádýrskálfa með pela á eldhúsgólfinu.

Þetta er besta frétt dagsins!

One of Norway’s best-known hunters, Halvor Sveen, has adopted two fawns after their mother died.

Posted by CBC News on Monday, June 22, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!