Ekkert er leiðinlegra en brotinn augnskuggi eða mölvað sólarpúður. Sérstaklega á föstudegi, þegar helgin er í þann mund að renna upp og ætlunin er að fríska upp á útlitið fyrir kvöldið!
Þúsund molar, takk!
Það er hægt að laga brotnar snyrtivörur í púðurformi og það er ekki jafn erfitt og ætla mætti! Allt sem til þarf er Própranol / Spritt og mölvaður augnskuggi / sólarpúður í dós.
1. Opnaðu boxið varlega, láttu nokkra dropa af Própranol / Spritti drjúpa ofan í boxið, eða nóg til þess að væta vel upp í púðrinu.
2. Hrærðu nú blönduna saman í snyrtiboxinu sjálfu; þú getur sett á þig latexhanska og hrært í með fingrunum (svo fingurgómurinn sjálfur taki ekki lit) en hægt er að notast við litla skeið, skaft af eyrnapinna (fjarlægið bómullarlagðina fyrst) – í raun hvað sem er, svo fremi sem þú getur hrært vel í blöndunni!
3. Leyfðu blöndunni að þorna í nokkra klukkutíma þegar þú hefur hrært vel saman og jafnað yfirborðið og vittu til, vandamálið er úr sögunni!