Jonny Phillips, sjónvarpsmaður hjá National Geographic, hættir hér lífi sínu til þess að sannreyna hvort hægt sé að losa sig úr alvöru kviksyndi, eða blautsandi eins og það er líka kallað. Sjáið hvað gerist í þessu frekar óþægilega myndbandi, missir hann kúlið eða stenst hann áskorunina?
Sagt er að asnar sökkvi hraðar í kviksyndi en múldýr. Það hefur reyndar með það að gera að mýldýrið er rólegra en asninn er æstari. Svo að mikilvægasta ráðið, þegar þetta kemur fyrir þig, er að halda ró þinni og hreyfa þig sem minnst en öskra eins hátt og þú getur á hjálp.
Haldið ykkur á þurru.