KVENNABLAÐIÐ

Hvaða gallabuxnasnið eru fallegust við pinnahæla? – Leiðarvísir

Myndir geta sagt meira en þúsund orð. Stundum þarf maður einfaldlega á skipuriti að halda, skýringarmynd sem sýnir hvernig skór fara best við tiltekin gallabuxnasnið. Því það er kúnst að para saman skó og gallabuxur; sniðin eru mörg og ólík og rétt samsetning getur fullkomnað áreynslulausa heildarmyndina.   

Smart gallabuxur ganga auðvitað við flest tækifæri og fáir vilja hætta á alvarlegt stílbrot; ökklahá stígvél með hæl eru t.d. mjög smart við „Boyfriend“ gallabuxur en flatbotna ballerínuskór fara mjög vel saman með „Skinny“ sniðinu. Támjóir pinnahælar eru mjög smart við gallabuxur með „Straight“ buxum (beinum skálmum) og fallegast er að taka fram platform hælana þegar „Flaired“ eða útvíðu buxurnar eru dregnar fram úr skápnum.

Hér er frábær skýringarmynd sem sýnir hvernig para má saman skó og gallabuxur:

screenshot-fashionistaze.blogspot.no 2015-08-27 07-12-35

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!