Hvernig er hægt að segja til um hvort magn hára sem falla til í burstann og sturtuniðurfallið getur talist eðlilegt og hvað er hægt að gera til að hindra meira hárlos?
Þessa spurningu leggur lesandi fram á vef Harper’s Baazar, en húðlæknirinn Dr. Francesca Fusco sem svarar fyrirpsurninni segir að næsta eðlilegt sé að missa á milli 50 og 100 hár dag hvern. Þá segir læknirinn einnig að hafa verði í huga hversu langt hárið er og hvort getið veri að sítt hár orki meira en það sem styttra er, þegar í niðurfallið eða hárburstann er komið.
Þá bendir læknirinn einnig á að hárlos kvenna færist oft í aukana á haustin.
Líffræðin hefur búið svo um hnúta að hárlos er í algeru lágmarki á sumrin, þar sem hlutverk höfuðhára er að skýla höfðinu fyrir sólinni en að konur byrji oft að finna fyrir meira hárlosi á haustin. Því getur hárlosið orkað meira en venjulega þegar kólna tekur í veðri í ágúst og september.
Fljótleg leið til að ganga úr skugga um hvort hárlosið er eðlilegt eða ekki, er að rannsaka hárið sem fellur af höfðinu.
Þú ættir að sjá lítinn, hvítan sekk á enda hársins sem féll af höfðinu. Þetta gefur í skyn að um gamalt hár sé að ræða, sem orðið fullvaxið en undir því hári er nýtt hár að vaxa út úr hársekknum.
Þá segir læknirinn gott að undirbúa hárið og hörundið undir árstíðaskipti með því að hækka rakastigið í svefnherberginu; jafnvel með vatnsskál eða sérstöku rakatæki og að tilvalið sé að láta nokkra dropa af lavenderolíu drjúpa ofan í rakatækið.
Vítamín spila einnig þátt og svo heilbrigt mataræði en ef hárlosið er viðvarandi þrátt fyrir að öll úrræði hafi þótt reynd, er þó alltaf best að snúa sér til læknis og óska eftir almennum blóðprufum til að ganga úr skugga um að líkamann skorti ekki nauðsynleg bætiefni.