KVENNABLAÐIÐ

K Y N L Í F: Lykillinn að LOSTAFULLU samlífi FORELDRA fólginn í SAMVINNU

Það allra besta sem örþreyttir foreldrar geta gert til að kynda undir glæðunum í svefnherberginu, er að skipta jafnt með sér ábyrgð á umönnun barna sinna. Þetta leiða niðurstöður nýrrar rannsóknar í ljós, en þau pör sem deila með sér verkaskiptingu og annast börn sín til jafns þrífast betur í hjónabandinu og eru sáttari á alla vegu – sérstaklega í svefnherberginu.

Rannsóknin var framkvæmd á vegum ríkisháskólans í Georgia og spannaði nær 500 gagnkynhneigð pör sem að auki eru foreldrar en í ljós kom að þegar karlmaðurinn og konan gengu bæði í þau verk sem þarf að sinna – bleyjuskipti, bókalestur og bílaleiki svo eitthvað sé nefnt, blómstruðu samskiptin á öllum sviðum og kynlífið varð betra með hverjum degi.

Í fréttatilkynningu sem Daniel L. Carlson, höfundur rannsóknarinnar sendi frá sér sagði:

Mikilvægasti þátturinn sem rannsóknin leiddi í ljós er að konur, sem sinna barnauppeldi án nokkurra afskipta frá maka og föður barnanna, lifa mun snauðara og tilbreytingalausara kynlífi en þær konur sem eiga virkari maka sem leggur sitt af mörkum við uppeldið.

En ólíkt þeim mæðrum höfðu uppeldið alfarið á eigin herðum og sögðu kynlífið litlaust og tilbreytingarsnautt, virtist aukin þáttaka feðra ekki hafa áhrif á gæðin í svefnherberginu. Þannig virtust pör sem hafa skýra verkaskiptingu og jafna ábyrgð  lifa fjörugu og skemmtilegu kynlífi og það jafnvel oft í viku.

Þeir feður sem báru alla ábyrgð á uppeldi barna sinna í hjónabandi kvörtuðu hvað mest yfir kyndeyfð, þreytu í rúminu og almennu áhugaleysi en eiginkonur þeirra, sem ekki komu nærri uppeldinu í eins miklum mæli, sögðust fullnægðar og sáttar við frammistöðu eiginmanna sinna í rúmin.

Vissulega voru þeir annmarkar á rannsókninni að einungis gagnkynhneigð pör tóku þátt en engum sögum fer af því hvernig samkynhneigð pör upplifa verkaskiptingu í hjónabandi. Eitt er þó víst; fullorðin manneskja sem gengst við ábyrgð er ekki bara gefandi heldur líka sexí.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!