KVENNABLAÐIÐ

DIY: Handmálaðir ævintýrakaktusar – föndur fyrir alla fjölskylduna!

Sælar elskurnar! Frúin enn á ferð! Gasalega er haustið frískandi, krakkar! Frúin búin að steindrepa allar pottaplöntur í stofunni og má ekkert vera að því að hlaupa á milli húsa með garðyrkjubrúsann í hönd!

Svo eru það ritstjórnarstörfin, krúttin mín. Frúin er komin með smá hlutverk á vefnum; sinnir Pinterest fyrir SYKUR þegar stelpurnar mega ekki vera að. Voða gaman sem það er að vera komin í vinnu. Smella á músina og svona. Er nema von að stofublómin hafi visnað og dáið?

Einhverjir vilja láta í veðri vaka að svipur sé með Frúnni og Carmen Dell’Orefice, en Frúin blæs á slíkar sögusagnir. Hér er yðar undirrituð á góðum degi!

img004

Annars er Frúin bara fín, barnabörnin að koma um helgina og húsbóndinn skildi þessa fínu steinahrúgu eftir úti á svölum fyrir stuttu. Alltaf skal hann hugsa fallega um Frúnna. Getur nú örugglega föndrað eitthvað úr þessu, góða mín …” sagði bóndinn, danglaði strigapoka letilega milli fóta sér og smellti í góm. Já. Frúin er svo vel gift.

Jæja, hvað um það!

Flatir steinar og föndraðir kaktusar. Leyndarmálið við að velja réttu steinana felst sennilega í því að vaða út í miðja á, stinga skóflu ofan í árfarveginn og moka upp! Já, Frúnni er alvara! Það eru Salt og Pipar mæðurnar sem eiga heiðurinn að þessu fallega föndri. (Frúin eignar sér aldrei neitt, þið skiljið, hún fær bara að láni. Þær eru svo lekkerar, stelpurnar í útlandinu.)

Jæja! Þetta er allt sem þarf til í föndurkaktusana:

cactus2

Þær segja, stelpurnar í útlandinu, að föndrið sé ekki auðvelt viðureignar. En að ódýrt sé hráefnið! Frúin er agalega hrifin af öllu slíku. Í raun velur maður bara bestu steinana úr hrúgunni; jafnvel einn ílangan fyrir stærsta kaktusinn og tvo bústna og litla. Til að hagræða til hliðar.

cactus3

Í sjálfu sér er ekkert því til fyrirstöðu að mála sjálfa blómapottana líka. Það gefur bara verkefninu skemmtilegan lit og fimar barnahendur eiga sennilega auðvelt með að höndla penslana líka! Ekta fyrir þau litlu, elskurnar mínar. Þetta er verkefni fyrir alla fjölskylduna!

cactus4

Fyrst þarf auðvitað málningin að þorna. Svo fer mosinn í botninn á blómapottinum, stærstu steinunum (kaktusunum) stingur þú svo ofan í mosann og litlu steinarnir styðja við listaverkið! Þeir mynda „moldina” ef þið skiljið hvað Frúin á við.

Lekkert, ekki satt!

cactus1

@saltandpeppermoms

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!