KVENNABLAÐIÐ

FUSION Berja- og spínatbomba: Íðilgrænn boost frá Unni Pálmars

Unnur Pálmarsdóttir, líkamsræktarfrömuður og framkvæmdarstjóri Fusion á heiðurinn að þessum kaloríusnauða, bráðholla og ljúffenga heilsuboost sem gneistar af andoxunarríkum og ferskum bláberjum, afeitrandi engifer og járnríku spínati.

Eins og SYKUR greindi frá fyrir fáeinum dögum síðan, stóð Unnur í samráði við ástralska frumkvöðulinn Michael Betts, fyrir kennaranámskeiðum í Fitness FX þjálfunarkerfinu nú um síðustu helgi. Margt var um manninn í World Class Laugum og lögðu kennarar stund á nám við Pump FX og Blast FX æfingakerfin, en brátt verður hægt að sækja hópanámskeið í því allra nýjasta á sviði líkamsræktar og heilsu.

World Class, Átak á Akureyri, Sporthúsið, Hressó og fleiri líkamsræktarstöðvar verða meðal þeirra sem munu bjóða upp á þessa skemmtilegu nýjung í vetur, en hér fer heilsuboost Unnar Pálma; íðilgræn bætiefnabomba sem er frábær að morgni dags. 

screenshot-www.stjameswinery.com 2015-08-26 07-35-46

U P P S K R I F T:

3 bollar spínat (amerísk mælieining – þétt pakkað)

1 bolli fersk bláber

ca 5 cm bútur af ferskri engiferrót (fínrifin)

1/2 bolli vatn (vel kælt, jafnvel beint úr kæli)

Byrjið á því að setja spínatlaufin og vatnið í blandarann og þeytið vel saman. Bætið svo bláberjum og fínrifnum engifer út í blandarann og þeytið vel. Hellið í upphátt glas, berið fram strax og njótið!

@fusion