KVENNABLAÐIÐ

G J A F A L E I K U R: Freistandi Villa Conchi Cava freyðivín fyrir ÞRJÁ heppna lesendur!

Dásemdin ein! Nú erum við á SYKRI komin í haustgírinn og viljum fagna með heppnum lesendum, en að þessu sinni bjóðum við upp á freistandi og ofurlétt Villa Conchi Cava freyðivín sem nýverið kom í verslanir ÁTVR. Við drögum út á fimmtudagskvöldið, en leikreglur má lesa neðst í greininni. Vínið hefur fengið afar góða dóma hérlendis og hér má lesa umsögn vínmeistara ásamt almennum fróðleik um Cava vínin sem eiga fallega og sérstaka sögu.


Javier Galarreta lét draum sinn rætast þegar hann hóf leitina að stað þar sem hann gæti framleitt frábær Cava freyðivín og leitaði víða í Katalóníu. Hann fann fullkominn stað í Penédes og hóf að gera gæða freyðivín. Meðan á leitinni stóð lést móðir hans, Conchi og hann ákvað að nefna þessi flottu vín eftir henni. Hér á landi fæst eitt af þessum flottu Cava vínum og það á frábæru verði!

screenshot-loscabosnow.com 2015-08-25 11-53-31

Þrúgurnar í þetta vín eru tíndar að næturlagi til að forðast ótímabæra gerjun og fluttar með hraði í víngerðina og geymdar þar í 10° hita til að koma í veg fyrir að þrúgurnar liti vínið. Þar fer víngerðin svo í gegnum afar flókið kerfi í nýjustu græjum og útkoman er eftir því góð. Þegar búið er að setja vínið í flöskur fer seinni gerjun fram í þar til gerðum kjöllurum í 15-17° hita. Þessar flöskur eru svo geymdar að minnsta kosti í 12 mánuði við þessar aðstæður. Og útkoman, ó já…

screenshot-www.nataliemaclean.com 2015-08-25 11-54-33

 

Látum vínsérfæðinginn Steingrím Sigurgeirsson á vinotek.is lýsa víninu:

„Spænsku Cava-freyðivínin geta verið ansi hreint góð, ekki síst frá minni framleiðendum sem að leggja mikið í framleiðsluna. Villa Conchi er eitt af þessum vínum, blanda úr Xarello, Macabeo, Parellada og Chardonnay. Vínið er gert með kampavínsaðferðinni, það hefur þokka og bara töluverðan elegans. Tært, með ferskri hreinni ávaxtaangan, sítrus, smá brioche, smá möndlur, ferskt og stílhreint í munni, með þægilegri sýru. Verulega gott Cava.

Og hér kemur umsögn af Facebook síðu Þorra Hringssonar af Víngarðurinn Vín og Fleira:

Ólíkt flestum skilgreindum vínum í Evrópu er Cava ekki landfræðilega afmarkað (landfræðileg afmörkun er nánast alltaf grundvöllur vína innan Evrópu og reyndar víðast hvar í heiminum) heldur aðferð og því má til að mynda finna Cava í Rioja og Navarra þótt lang-lang stærstur hluti þeirra sé framleiddur og Katalóníu og þar má segja bærinn Sant Sadurní d’Anoia í Penédes sé hjarta Cava gerðarinnar á Spáni. Þessi freyðivín eru gerð með hefðbundinni Kampavíns-aðferð og aðallega eru notaðar þrúgurnar Macabeu, Parellada og Xarel-lo en nú á dögum má einnig nota þrúgurnar Chardonnay, Pinot Noir og Subirat (öðru nafni Malvasia), annaðhvort í bland við hinar fyrrnefndu eða jafnvel bara einar og sér.

Þetta frábæra Cava er gert að jöfnum þriðjungum úr Macabeu, Parellada og Xarel-lo en að tíunda hluta úr Chardonnay og hver svo sem skýringin er þá er þetta sennilega eitt besta Cava sem ég hef smakkað í langan tíma.

Það hefur ljós-gylltan llit og meðalfínlegar loftbólur og í nefinu er sætur gerjunarilmur í bland við epli, sítrónu, kalk, bakarí og hvít blóm.

Í munni er það þurrt með meðalfyllingu, flotta og frískandi sýru og glefsur af sítrónu, eplum, peru, grænum grösum, apríkósu og niðursoðnum mandarínum. Þetta er léttleikandi og sumarlegt vín sem hefur einnig góða lengd og gott eftirbragð sem gerir það sérlega hentugt sem fordrykk á heitum sumardögum en einnig er hægt að para það við allskonar létta forrétti og puttamat. Ef einhver myndi vilja giftast mér myndi ég hafa þetta í brúðkaupinu.

Nú gefst lesendum yfir tvítugt færi á að bragða á þessu ljúffenga freyðivíni, en ritstjórn ætlar að draga þrjá heppna lesendur úr skráðum athugasemdum hér að neðan á fimmtudagskvöld! Allt sem þú þarft að gera er að skrifa orðin: „Já, takk!“ í athugasemd hér að neðan og hver veit nema þú hreppir dásamlega flösku af Villa Conchi Cava freyðivíninu fyrir helgina!

Vertu með og segðu „Já, takk!“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!