KVENNABLAÐIÐ

Eru þetta 9 verstu fegurðarráðin á netinu í dag?

Það er margt sem ég finn á netinu þegar ég er vafra  yfir daginn. En ég held að þessi bjútý tips séu það allra versta sem ég hef séð hingað til. Oreo kex maskari og kattarsandur í andlitið, er að spá hvort að karlmenn hafi fundið þetta upp til að stríða kvenþjóðinni aðeins.  

Að setja eyeliner á augnhárabrettara:

Þú hefur örugglega séð þetta ráð nokkrum sinnum á netinu.  Þetta ráð á að spara þér tíma við að mála þig, en ef þú hefur reynt þetta þá veistu að þetta virkar ekki.  Eyliner fer ekki  jafnt yfir augnlokið!  Þú verður hreinlega að velja á milli þess að bretta augnhárin eða setja á þig eyeliner ef þú ert í tímaþröng.

DIY – Háreyðing með kaffikorg og matarsóda:

Vó, get nú ekki ímyndað mér hvernig þetta ætti að virka nema sem góður skrúbbur í sturtunni!

Munnskol á bólur:

Ókei, við vitum að alkóhól þurrkar upp bólur, en það þurrkar einnig upp heilbrigða húð í kringum bóluna, munnskol er bara fyrir muninn á þér og ekkert annað!

DIY – Heimagerð brúnka með svörtu tei:

Það er smá vesen, fyrst þarft þú að búa til helling af svörtu tei, láta það kólna og setja svo í góða spreyflösku.  Sprauta nokkrum sinnum yfir sama svæðið til að ná jöfnum lit.  Kannski er einhver sem nennir að standa í þessu, en dugar nú bara fram að næstu sturtuferð!

Majónes rakakrem:

Majónes og barnaolía sem rakakrem!  NEI – reyndu þetta sem frekar sem öflugan maska á þurra bletti eins og á olnboga og hné í 20 mínútur.  Heyrst hefur að Blake Lively notar þessa blöndu sem hármaska!  Ég held mig bara við uppskriftir frá Lólý.is með majónesi.

Oreo Cookie maskari:

Augnhár sem lykta eins Oreo kex er kannski ekki það versta.  En nú meira að spá í kex mylsnu í augunum sem er nú kannski ekki það besta fyrir þig!  Fyrir utan tímann sem færi í að finna rétta smyrslið, tæma varasalva, finna réttan primer, teskeið, bómullar hnoðra og mylja niður allt Oreo-ið!  Er ekki þá bara betra að kaupa sér einn góðan maskara frekar en að standa í þessu veseni.

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa meira um hjátrú og tröllasögur af heimagerðum fegrunarúrræðum, hvað ber að varast og hverju má alls ekki trúa: 

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!