KVENNABLAÐIÐ

The Weekn’d: 18 mínútna „LEKI“ af ÓÚTKOMINNI breiðskífu – Beauty Behind the Madness

Popplistamaðurinn The Weeknd, sem skaut sér reyndari tónlistargoðum ref fyrir rass á þessu ári og skaust beint upp á topp allra helstu vinsældarlista, er í þann mund að gefa út nýja breiðskífu sem bera mun heitið Beauty Behind the Madness.

Nýja breiðskífan kemur formlega út nk. föstudag, eða þann 28 ágúst og eru væntingar aðdáenda talsverðar, þökk sé smáskífunum Can’t Feel My Face og Earned it, sem fóru sigurför um tónlistarheiminn nú í sumar. Llistamaðurinn, sem heitir Abel Tesfaye réttu nafni, gaf út 18 mínútna sýnishorn af þeim lögum sem breiðskífan prýðir og hefur þar með tekist að gera allt vitlaust eina ferðina enn.

Meðal sýnishorna sem hlýða má á eru smellirnir Often og The Hills en þó hefur listamaðurinn ekki enn gefið aðdáendum sínum forsmekkinn af dúett þeirra Lönu Del Rey og Ed Sheeran ásamt lagi sem sjálfur Kanye West útsetti, samdi ásamt Weeknd, sem þó má hlýða á í örútgáfu hér.

Sjálft sýnishornið, sem fékk einfaldlega heitið THE LEAK eða LEKINN eins og það útnefnist á íslensku, er svar listamannsins við snemmbærum leka fyrr í þessum mánuði, en eins og fram kemur að ofan er formlegur útgáfudagur breiðskífunnar föstudaginn 28 ágúst:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!