KVENNABLAÐIÐ

Sharon Stone (57) kviknakin í djörfum myndaþætti fyrir Harper’s Baazar

Sharon Stone er ekki af baki dottin þrátt fyrir að vera orðin 57 ára gömul og er enn álitið kyntákn. Ekki að ósekju, en stórleikkonan birtist í djörfum myndaþætti í september útgáfu Harper’s Baazar íklædd engu nema svimandi háum pinnahælum frá Jimmy Choo og demöntum.

gallery-1439556657-hbz-sharon-stone-3

Þó augu flestra beinist eðlilega í fyrstu að óaðfinnanlegu vaxtarlagi kynbombunnar sem virðist aldurslaus, segist Sharon sjálf í viðtalinu vera afar meðvituð um eigin líkama:

Ég veit alveg að rassinn á mér er orðinn slappur og þreytulegur. En ég er ekki að reyna að vera fallegasta kona veraldar. Á ákveðnum tímapunkti hlýtur maður að spyrja sig – Hvað er alvöru kynþokki? Að mínu mati er kynþokki ekki fólginn í þrýstnum brjóstum, heldur því að geta lifað í augnablikinu, að hafa gaman að lífinu og að líka nægilega vel við sjálfan sig til að þora að vera maður sjálfur. Ef ég væri sannfærð um að sú manneskja sem ég hafði að geyma þegar ég fór með hlutverkið í Basic Instinct, væri það sem kynþokki snerist um, þá væri ég í vanda stödd í dag.

Sharon viðurkennir fúslega að nýta þau úrræði sem fegurðarbransinn býður upp á og segist þannig hafa notast við fylliefnið Restylane allt frá árinu 2001, eða í kjölfar alvarlegrar heilablæðingar sem leikkonan varð fyrir.

Þetta er orðið svo algengt nú til dags; konur fá sér fylliefni og setja á sig maskara. Í raun og veru finnst mér sem fylliefni séu líka heilbrigðari leið til að viðhalda unglegu útliti en það að leggjast undir hnífinn. Ég er ekki hrifin af skurðaðgerðum, því að láta skera upp andlitið í því skyni að líta betur út, því stundum heppnast aðgerðin ekki og þá lítur fólk út eins og andlitið hafi verið sogað inn í göng. Það er hræðilegt.

gallery-1439556129-hbz-sharon-stone-1

Þrátt fyrir að Sharon beri árin með glæsileika, upplifði þessi glæsta leikkona sára niðurlægingu í kjölfar heilablóðfalls sem kostaði hana nær lífið fyrir áratug síðan. Hún fór með aukahlutverk í þáttaröðinni Law & Order: Special Victims Unit árið 2010 og segir reynsluna hafa verið þungbæra, þar sem hún átti í mestu vandræðum með að muna eigin línur og fékk ekki þá stjörnumeðferð sem hún hafði átt að venjast á sínum yngri árum.

Þetta var niðurlægjandi reynsla. Ég var íklædd ódýrum sokkabuxum og förðunarteymið bar hvítan hyljara á andlitið á mér. Mér fannst þetta svo hryllilegt og ég vissi ekki hvað ég hafði gert af mér til að verðskulda þessa meðferð.

Hafa ber hugfast að Sharon var vart hugað líf eftir alvarlega heilablæðingu sem olli henni langvarandi erfiðleikum, en aukahlutverk hennar sem aðstoðarsaksóknara í þáttaröðinni veitti henni aukinn styrk þrátt fyrir að henni þætti erfitt að takast aftur á við sjónvarpshlutverk í kjölfar veikindanna:

Ég þurfti að bíta duglega á jaxlinn og segja sjálfri mér að fyrst ég hefði flúið sjálfan dauðann og hefði komist gegnum strangt bataferli sem var líkast því að skríða á glerbrotum upp flugbratta brekku, þá gæti ég allt eins kastað mér aftur inn í hraðlest leiklistarheimsins sem ferðast á milljón kílómetra hraða og unnið mig upp á toppinn aftur. Þetta var einfaldlega staðan fyrir fáeinum árum síðan og ég ákvað að beita fyrir mig auðmýkt, halda mér saman og vinna vinnuna mína. Því ef ég get ekki starfað við leiklist, þá verð ég einfaldlega atvinnulaus. Þetta er það eina sem ég kann. 

gallery-1439556392-hbz-sharon-stone-2

Sharon, sem fagnar brátt sextugsafmælinu, er síður en svo hætt að leika og segist einnig reiðubúin til að ganga inn í samband með karlmanni.

Stefnumótamarkaðurinn er erfiður viðureignar fyrir konu sem er orðin 57 ára gömul, burtséð frá því hvort hún er í líkamlegu formi eða ekki. Þetta er svo fáránlegt allt saman. Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að gera. Ég er orðin miklu færari í daðri, en ég held að karlmenn átti sig ekki á því að ég er að daðra. Þeir hugsa bara – Hei, hún er nú aldeilis skemmtileg og lífleg þessi!

Sharon lætur líka í veðri vaka að hún sé galopin fyrir þeim möguleika að fara á stefnumót.

Ef einhverjir fullorðnir karlmenn eru að lesa þetta viðtal og þeim sömu langar að bjóða mér út, þá vil ég benda þeim sömu á að hafa samband við ritstjórnarskrifstofu Harper’s Baazar!

Umfjöllun Harper’s Baazar má lesa HÉR

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!