KVENNABLAÐIÐ

Hvað orsakar uppblásinn eða útþaninn maga? (Magaþembu)

Hvað er magaþemba? Magaþemba er ásigkomulag þar sem að maginn virðist óþæginlega fullur og spenntur og getur verið bólginn – útþaninn. 

Magaþemba er algeng og mikið kvartað yfir þessu. Um 10 til 30% fullorðinna hafa þennan kvilla.

Samkvæmt Dr. Syed Thiwan frá University of Noth Carolina þá getur magaþemba haft þau áhrif að hún truflar þann sem er með kvillann, við vinnu og margt fleira. Þegar það var borið saman við fólk sem þjáist ekki af þessum kvilla þá tóku þeir sem voru heilbrigðir miklu færri veikindadaga en þeir sem þjást af magaþembu. Einnig eru tíðar ferðir til læknis algengar og lyfjanotkun.

Hver eru einkennin af magaþembu?

Einkennin geta verið óljós og oft erfitt að ákvarða nákvæmlega hvað orsakar þau. Flestir sem þjást af þessum kvilla kvarta yfir óþægilegri tilfinningu eins og að þeir séu alltaf saddir, að maginn sé eins og stífur eða bólginn. Þessu geta einnig fylgt verkir, mikið loft í maga, rop og óhljóð frá maganum.

Hvað orsakar magaþembu?

Algengustu orsakir magaþembu eru:

–         Að gleypa loft

–         Hægðartregða

–         Brjóstsviði

–         Mjólkuróþol

–         Að borða of hratt

–         Þyngdaraukning

–         Of mikið af bakteríum í þarmi

–         Blæðingar

–         Snýkjudýr í görn

–         Lyfjanotkun

–         Gervisykur – fructose eða sorbitol

Magaþemba getur einnig verið merki um að eitthvað alvarlegt sé að, eins og td:

–         Vökvi í maganum, sem getur orsakast af krabbameini, lifrasjúkdómum, nýrnasjúkdómum, hjartasjúkdómum og fleiru.

–         Hveiti og glutenóþol

–         Krabbamein á eggjastokkum

–         Brisið er ekki að virka sem skildi því það getur ekki framleitt næginlegt magn af ensímum fyrir meltinguna

Þessi grein er bútur og er birt í samstarfi við heilsu- og lífsstílsvefinn HEILSUTORG – smelltu HÉR til að lesa um meðferðarúrræði vegna magaþembu og hvenær rétt er að leita læknis vegna kvillans: 

heilsutorg

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!