KVENNABLAÐIÐ

VIAGRA fyrir konur loks á markað í október á þessu ári

Viagra fyrir konur verður fáanlegt á almennum markaði frá og með október á þessu ári, en SYKUR greindi frá því í upphafi sumar að vonir stæðu til að Bandaríska Lyfjaeftirlitið gæfi grænt ljós á lyfið, sem ber lyfjaheitið flibanserin og verður brátt fáanlegt gegn lyfseðli undir heitinu Addyi.  

Fyrsta og eina frygðarlyfið til hjálpar kyndaufum konum

Þetta er fyrsta og eina lyfið sem sett er á markað gagngert til að hjálpa konum sem glíma við þverrandi kynhvöt og óska hjálpar, en öfugt við karlaútgáfuna sem ber heitið Viagra og tekur virkni strax, þarf að taka Addyi inn á hverjum degi og má ekki reikna með fullri virkni fyrr en eftir átta vikur.

Addyi er ætlað að örva serótónín og dópamínframleiðslu heilans

Bandaríska lyfjaeftirlitið hafði áður hafnað lyfinu vegna hugsanlegra aukaverkana sem meðal annars eru hætta á lágum blóðþrýsting, svimatilfinning og flökurleikatilfinning. Einnig gerði Lyfjaeftirlitið athugasemd við daglega inntöku og hæga virkni, en Addyi er ætlað að örva dópamín og seróntónínframleiðslu kvenna, en umrædd boðefni stýra meðal annars kynlöngun og er Addyi þannig sérstaklega ætlað að örva kynhvötina.

Karlar hafa aðgengi að sex ólíkum gerðum stinningarlyfja  

Dagleg inntaka Addyi olli þannig Lyfjaeftirlitinu heilabrotum og er meginástæða þess að lyfinu var hafnað í umsóknarferlinu þrivsar sinnum áður en samþykki fékkst en einnig gerði Lyfjaeftirlitið alvarlegar athugasemdir við þá staðreynd að lítill hluti kvenna á flökurleika, svimatilfinningu og lækkaðan blóðþrýsting á hættu. Þó prófanir hafi lofað góðu og lyfjafyrirtækið sjálft lofi 45% – 60% árangri segja aðrir vísindamenn að rauntala árangurs sé talsvert lægri. En er þó engin reynsla komin á Addyi, en þess má geta að til eru einar sex gerðir ólíkra stinningar- og frammistöðulyfja fyrir karla á markaðinum sem gefið hafa ágæta raun.

Þrýstingur háværra hagsmunahópa réði loks úrslitum  

Úrskurður Lyfjaeftirlitsins, sem var undir talsverðum þrýstingi frá háværum hagsmunahópum bandarískra kvenna sem sögðu karlrembu ráða för þegar hafna átti lyfinu eina ferðina enn, liggur því ljós fyrir. Addyi kemur á markað í október á þessu ári og má hafa eftir Lyfjaeftirlitinu, sem kvað upp úrskurð sinn í júní, að konur hefðu ekkert aðgengi að löglegum frygðarlyfjum í dag. Því gæti Addyi svarað sárri eftirspurn, jafnvel þó lyfið henti ekki öllum konum, svo fremri sem neytendur væru meðvitaðir um að aukaverkanir geti gert vart við sig.

Sjá einnig: Flibanserin – 5 mikilvægar staðreyndir um VIAGRA fyrir KONUR

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!