KVENNABLAÐIÐ

Body On Me: Erótískur og ögrandi dúett með Ritu Ora og Chris Brown

Sjóðheitt myndband við fyrstu smáskífu Ritu Oru af væntanlegri breiðskífu hennar, sem út mun koma í lok þessa árs, fór í loftið í gær en um seiðkenndan og dillandi dúett þeirra Chris Brown er að ræða.

Þetta mun ekki eina samstarfið sem aðdáendur mega vænta á væntanlegri breiðskífu Ritu, en hún var einnig stödd í hljóðveri fyrr í þessari viku til að leggja lokahönd á annan tvíleik hennar og Wis Kalifa, en sögur herma að þau séu einnig að stinga saman nefjum og gneisti milli þeirra í einkalífinu.

Sjálf segir Rita að myndbandið, sem sýnir hana sjálfa og Chris, sem hittast fyrir tilviljun í lyftu í íbúðablokk – fantasera um hvernig lostafullur fundur þeirra í laumi gæti verið og þau ganga nokkuð langt í leiknum, en Rita kemur meðal annars berbrjósta í myndbandinu en húðflúraðan líkama Brown má einnig bera augum. Sjálf segir Rita að handritið sé beitt ádeila á þær skorður sem konum eru settar í samskiptum kynjanna:

Ég hef aldrei leikið í svona djörfu myndbandi áður og ég lagði mig alla fram svo að útkoman yrði falleg og klassísk. En lagið sjálft fjallar um styrk stelpna og hvernig við erum oft dæmdar fyrir að gera sömu hluti og strákarnir, sem aldrei eru gagnrýndir fyrir ákveðna hegðun í einkalífinu.  

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!