KVENNABLAÐIÐ

Gullfalleg ljósmynd af nýbakaðri móður gerir allt vitlaust á netinu

Gullfalleg ljósmynd af nýfæddu barni og móður gengur logandi ljósi á netinu sem stendur, en myndin sem upprunalega birtist á Facebook sýnir þann hluta meðgöngunnar sem fæstar konur kjósa að opinbera; líkama nýbakaðrar móður sem stolt ber vel sjáanlegt örið eftir keisaraskurð, skömmu eftir fæðingu.

Auglýsing

Ljósmyndarinn sem tók myndina heitir Helen Carmina og er bresk, en hún sérhæfir sig í ljósmyndum af verðandi og nýbökuðum mæðrum og var það hún sjálf sem deildi myndinni á Facebook síðu sinni en móðir barnsins óskaði nafnleyndar.

Hún fékk hríðir í síðustu viku en varð að undirgangast neyðarkeisaraskurð þar sem erfiðleikar komu upp í tengslum við fæðinguna. Hún bað mig að koma á heimili sitt núna í morgun í þeim tilgangi að taka einmitt þessa ljósmynd, því versti ótti hennar reyndist vera eina úrræðið sem gat bjargað lífi hennar og barnsins.

11831719_937406276320540_8610402734201184455_n

Þá segir Helen að sjálf ljósmyndatakan hafi tekið fáeinar mínútur:

Auglýsing

Barnið var þegar í hnipri í vöggu sinni svo þegar móðirin hafði komið sér fyrir þurfti ég bara að færa barnið ofurvarlega til og leggja í kjöltu hennar. Það var svo faðir barnsins sem tók barnið aftur upp og setti það í vögguna.

Þó hin nýbakaða móðir hafi óttast keisaraskurð, sem svo varð ofan á, meira en lífið sjálft er aðgerðin ekki óalgeng. En það er örið sjálft sem er vafið skömm og óbeit. Fegurðariðnaðurinn hagnast gífurlega hvert ár á sölu áburða, líkamsmeðferða og jafnvel svuntuaðgerða sem standa mæðrum til boða og eiga að draga úr sýnileika þeirra.

Eins og segir hér að ofan hefur ljósmyndin farið stórum á netinu, einhverjir notendur tilkynntu ljósmyndina til Facebook fyrir óviðurkvæmilegt innihald (nekt er bönnuð á Facebook) en til allrar hamingju var ljósmyndin hins vegar ekki fjarlægð. Athugaemdir notenda hafa einnig flestar verið á jákvæða vegu og þannig skrifaði einn faðir í athugasemdareitinn:

Konan mín fæddi bæði börnin okkar gegnum keisaraskurð. Hún reynir að fela örið og segir oft að hún vildi óska að örið væri ekki sýnilegt, en alltaf þegar ég lít á örið eftir keisaraskurðinn minnist ég þess að hún er besta móðirin sem ég hefði getað óskað fyrir börnin mín.

Hér má sjá upprunalega stöðuuppfærslu ljósmyndarans:

EDIT: I didn’t expect this image to reach so far. I understand everyone has their own opinion which they are entitled…

Posted by Helen Carmina Photography on Tuesday, August 11, 2015

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!