Breska leikkonan Helen McCrory er hugfangin af hlýjum yfirhöfnum frá íslenska útivistarmerkinu CINTAMANI og lét sig þannig ekki muna um að mæta til einkaopnunnar listakonunnar Mounu Rebeiz sem fram fór í Saatchi galleríinu fyrir skemmstu, íklædd íslenskri úlpu sem ber nafnið FREYDÍS og bar stórleikkonan yfirhöfnina með prýði.
Þarlendir fjölmiðlar rýndu í klæðnað Helen og vakti FREYDÍS verðskuldaða lukku, en blaðamaður Tatler segir ástæðu þess að Helen lét yfirhöfnina ekki af hendi meðan á opnunarteitinu stóð vera þá að leikkonan var nýstigin af setti Penny Dreadful.
Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda, en þar fer Helen á kostum í hlutverki vergjarna miðilsins Madame Kali og ber talsvert flókið gervi meðan á tökum stendur, en blaðamaður TATLER leiðir getum að því að Helen hafi ekki gefið sér tíma til að afklæðast gervinu áður en til opnunar Rebeiz kom.
Þó kemur einnig fram í umfjöllun TATLER að fullt var út að dyrum í Saatchi galleríinu umrætt kvöld, er opnunarteiti Mounu Reibeiz var haldið og því ekki erfitt að ímynda sér að FREYDÍS hafi einfaldlega fallið Helen vel í geð, enda um dásamlega yfirhöfn að ræða.
Til lukku, Cintamani!