Hvernig lítur „fullkominn kvenlíkami” eiginlega út? Það fer, ef marka má ljósmyndirnar hér að neðan, eftir því hver svarar spurningunni – og hvar á jarðarkringlunni viðkomandi er staddur.
Myndaröðin hér að neðan er afrakstur hugdettu starfshóps á vegum Superdrug Online Doctors og sýnir 18 „fótosjoppaðar” útgáfur af sömu konunni. Starfshópurinn réði 18 grafíska hönnuði sem starfa við myndvinnslu frá ólíkum heimsríkjum og sendi þeim öllum sömu ljósmyndina, sem valin var úr gagnabanka Shutterstock myndbankans; allt í þeim tilgangi að sýna fram á ólíkar útlitskröfur sem umræddar þjóðir heims gera til kvenna.
Í fréttatilkynningu sem Superdrug sendi frá sér þegar niðurstöður voru kynntar sagði meðal annars:
Gamalgrónar og útbreiddar hugmyndir um fegurð og útlit geta haft langvarandi og djúp menningaráhrif á bæði kynin. Markmiðið með þessu verkefni var að reyna að varpa ljósi á hversu óraunhæfar kröfur fegurðariðnaðurinn um víða veröld gerir til kvenna. En ætlunin var líka að skoða betur undir hvers kyns þrýstingi ólíkar þjóðir heims beita konur.
18 grafískir hönnuðir sem búsettir eru í fimm heimsálfum fengu upprunalegu ljósmyndina, sem sjá má hér – sem sýnir brosmilda konu á undirfötunum einum saman – allt í þeim tilgangi að endurspegla ríkjandi viðhorf til fegurðar kvenna í viðkomandi heimsríki. Hér má sjá ljósmyndina sjálfa sem Superdrug sendi til fyrrnefndra – áður en átt var við myndina:
Hönnuðurnir tóku til óspilltra málana og myndbreyttu konunni, allt frá því að eiga við mittismálið og til breytingar á háralit, – til þess að móta konuna að ríkjandi viðhorfum um fegurð. Fram kemur á vef Huffington Post að af þeim 18 einstaklingum sem tóku þátt í myndvinnsluverkefninu, voru 14 þeirra konur en einungis 4 karlar. Til að þrýsta enn á um heiðarlega svörun, fór starfshópurinn þess á leit við karlana sem þátt tóku – að myndbreyta ljósmyndinni í samræmi við þær kröfur sem konur á þeirra svæði gerðu helst til sjálfra sín.
Athygli vekur að þó stúlkan á ljósmyndinni taki litlum breytingum á einhverjum þeirra, er hún nær óþekkjanleg á öðrum myndum. Mest bar á Ítalíu og Kína þar sem stúlkan er tágrönn, eru ljósmyndirnar frá Kólumbíu, Mexíkó og Perú í samræmi við þær kröfur sem ákveðin menningarsamfélög gera til kvenna um þrýstnar útlínur og bogadreginn vöxt.
Hér má sjá hvernig hin „fullkomna” kona lítur út samkvæmt ólíkum ríkjum heims:
#1 – Bandaríkin
#2 – Úkranía
#3 – Argentína
#4 – Venesúela
#5 – Holland
#6 – Bretland
#7 – Sýrland
#8 – Mexíkó
#9 – Spánn
#10 – Suður-Afríka
#11 – Serbía
#12 – Rúmenía
#13 – Filippseyjar
#14 – Perú
#15 – Ítalía
#16 – Egyptaland
#17 – Kólumbía