Viltu kaupa eyju sem kostar 64,500,000 evrur? Þá er þessi til sölu í Bahamas eyjaklasanum. Hún er auglýst á vefnum thebillionaireshop.com sem er verslun þeirra sem ekki vita sitt aura sinna tal eða kannski þeirra sem langar til að vera fáránlega ríkir.
Þetta er nú fallegt…


En svo fer þér að leiðast og þá langar þig til að komast af eyjunni og þá þarftu faraskjóta.

En þú vilt frekar fara á einkaþotunni sem kostar 59,500,000 evrur og komast á annað af heimilum þínum í Beverly Hills.


Nóg pláss fyrir alla.
Og garðurinn er ekkert slor enda kostar slotið aðeins 119,850,970 Evrur. Ef þú ert draumóramanneskja þá viltu kannski skoða fleira í milljarðamæringabúðinni sem þú finnur hér.