Það sem fer fram hér í myndbandinu að neðan rennur sennilega fólki seint úr minni, en nemandi nokkur í háskóla í Bandaríkjunum er orðinn heimsfrægur fyrir klámáhorf.
Ekki nóg með að skólar séu að hefjast, fyrirlestrar dragist á langinn og einhverjum nemendum kunni að leiðast, heldur sökkva sér einhverjir ofan í fartölvurnar og setja á sig heyrnartól. En hvers vegna í ósköpunum ákvað þessi tiltekni nemandi að grípa til þess að horfa á klámmynd í miðjum tíma? Við því finnum við jafnvel aldrei svar, en eitt er víst að umræddur nemandi steingleymdi að tengja heyrnartólin við fartölvuna.
Auðvitað rís upp hryllileg staða ef viðkomandi býr í foreldrahúsum og setur klámmyndina í gang … en að lenda í slíkum aðstæðum inni í troðfullum fyrirlestrarsal á miðjum skóladegi … það hlýtur að vera heimsmet.