Brúðkaup þeirra Karls Bretaprins og Lafði Díönu heitinnar fagnaði hug og hjörtu heimsbyggðarinnar, snemma árs 1981 og er fegurð Hjartadrottningarinnar, eins og margir kjósa að kalla hana enn í manna minnum. Jafnan er talað um atburðinn sem brúðkaup aldarinnar og ekki óvarlegt að áætla að þar fari réttnefni, en þúsundir manns komu saman fyrir framan Buckingham höll til að bera kóngafólkið augum umræddan dag og milljónir manns um allan heim fylgdust með brúðkaupinu sjálfu í beinni útsendingu gegnum sjónvarp.
Allflestir muna eftir ljósmyndunum sem teknar voru af brúðhjónunum af hallarsvölunum þar sem þau veifuðu bæði til mannfjöldans og svipmyndum af Lafði Díönu og Karli Bretaprins þar sem þau brosmild sátu í blómum skrýddum hestvagni, en nú eru áður óbirtar ljósmyndir komnar fram á sjónarsviðið; heillandi og afar persónuleg sería sem sýnir hvað gekk á að tjaldabaki.
Ljósmyndirnar eru hluti af safni sem verður boðið upp af RR Uppboðinu í New Hampshire, en myndirnar tók Partrick Lichfield, sem var ljósmyndari og frændi drottningarinnar. Hann var eini ljósmyndarinn sem hafði leyfi til að taka óformlegar ljósmyndir af veislunni sem haldin var í kjölfar hjónavígslunnar og hafði óhindrað aðgengi að hinum nýgiftu brúðhjónum inni í Buckhingham höll á stóra daginn, en aðstoðarmaður ljósmyndarans lagði myndaseríuna fram svo hægt væri að bjóða myndirnar upp.