KVENNABLAÐIÐ

Hunangsbakaðar ferskjur með ristuðum möndlum á Mascarponebeði

Hér er kominn hinn fullkomni haustbúðingur í ofni, guðdómleg samsetning af ferskum ferskjum, smjörlegnu hunangi með sífþeyttum Mascarpone kremrjóma og ristuðum möndlum.

Þessa uppskrift bar fyrir augu okkar gegnum matreiðslublogg The Londoner sem við fundum á Pinterest og við stóðumst ekki þá freistingu að snara uppskriftinni yfir á íslensku og birta hér, enda algjör dásemd!

honeyroastpeaches-13-gZWFbUgYYD7zFC8QT6zzrh
Ljósmynd: The Londoner

Uppskriftin nægir fyrir fjóra:

4 vel þroskaðar og fallegar ferskjur

Fljótandi hunang

250 grömm Marscapone ostur

150 grömm matreiðslurjómi

1 tsk vanilluþykkni

Möndluflögur

Forhitaðu ofninn í 180 gráður; skerðu og steinhreinsaðu ferskjurnar niður í tvo helminga.

honeyroastpeaches-03-UH4MXYLMWDPYJZkDRBc2mn
Ljósmynd: The Londoner
honeyroastpeaches-05-xFPPnQqLXfaqaMr6JFDxxA
Ljósmynd: The Londoner

Leggðu því næst niðurskornar ferskjurnar á bökunarform, snúðu aldinkjötinu upp og settu örlitla smjörklípu í sárið þar sem aldinsteinninn var áður.

honeyroastpeaches-07-y4qHXBHFf8hjZBTwLM28tW
Ljósmynd: The Londoner

Láttu því næst fljótandi hunang drjúpa ofan á ferskjurnar. Hafðu hugfast að ferskjurnar eru mjög sætar, því þarftu ekki ofgnægt af hunangi.

honeyroastpeaches-09-QYYEvgiDvri7LmN9NmLAnX
Ljósmynd: The Londoner

Láttu ferskjurnar bakast í ofni í u.þ.b. 20 mínútur. Haltu auga á þeim í ofninum til að tryggja að þær brenni ekki. Á meðan ferskjurnar eru að bakast í ofninum, skaltu útbúa kremþeytinginn og rista möndluflögurnar.

honeyroastpeaches-11-mikabmExKH9hx8v3xsGSf9 (2)
Ljósmynd: The Londoner

Settu nú Marscaponeostinn, rjómann og vanilluþykknið saman í skál. Þú getur líka tekið hráefnin til í skál og látið bíða í ísskáp ef ert í tímaþröng og þarft að hafa hráefnin tilbúin með stuttum fyrirvara.

Settu litla steikarpönnu á hellu og þegar pannan er orðin hæfilega heit, skaltu rista möndlurnar á pönnunni. Gættu þess að velta möndlunum vel á pönnunni svo þær brenni ekki, slökktu svo á pönnunni og leyfðu ristuðum möndluflögunum að kólna. Þegar 20 mínútur eru liðnar, ættu ferskjurnar að vera orðnar vel brúnaðar og mjúkar. Taktu ferskjurnar út úr ofninum og berðu fram heitt fyrir gestina.

honeyroastpeaches-14-TV5rAYJYJJnmNQiDpoBdzB
Ljósmynd: The Londoner

Ef ætlunin er að bera fram eftirréttinn einan og sér fyrir vini og fjölskyldu er hæfilegt að bera fram tvo ferskjuhelminga fyrir hvern og einn, en ef ferskjubúðingurinn er borinn fram sem eftirréttur eftir kvöldverð er ein sneið sennilega meira en nóg fyrir hvern gest!

The Londoner

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!