Rósaroði, grábláir baugar undir augum eða sjáanlegar æðar; galdurinn við fallega kvöldförðun er ekki alltaf fólginn í „contouring” eða því að nota hefðbundinn „baugahyljara”. Reyndar er litafræðin merkilegt fyrirbæri og þannig geta andstæðir litir í litahring; rauður vs. grænn og blár vs. appelsínugulur myndað mótvægi sem afmáir litamismun og jafnar áferð hörundsins út.
![1438197912-syn-mar-1438121872-heidi3](https://www.sykur.is/wp-content/uploads/2015/08/d9b4231bd6711c38625dadf494427969-1024x546.jpg)
Að því sögðu er ekki að undra að margir af færustu förðunarfræðingum skuli grípa til þess að nota grænan, appelsínugulan og jafnvel gulan baugahyljara þegar jafna á út ójöfnur og litamismun á andlitshörundinu. Þannig getur græna kremið dregið úr rauðum þrota og jafnvel rósaroða, en guli og appelsínuguli baugahyljarinn getur jafnað út dökka bauga og jafnvel afmáð alveg.
![1438197915-syn-mar-1438121904-heidi2](https://www.sykur.is/wp-content/uploads/2015/08/5615e6dd0bc62cc3a08e95d057e6a225-1024x548.jpg)
Þetta er einmitt sú aðferðafræði sem förðunarfræðingurinn og myndbandsbloggarinn Heidi Hamoud styðst við þegar hún vill afmá ummerki um bauga, sýnilegar æðar í andlitinu og jafnvel hvimleiðan rósaroða í kinnum.
Heidi fer hér yfir ferlið í myndbandi sínu, en förðunin sem hún kennir hér er að öllum líkindum hentugri fyrir kvöldförðun og sérstök tækifæri – þetta er galdurinn að baki appelsínugula og græna litnum og svona ætti að bera farða yfir baugahyljarann: