KVENNABLAÐIÐ

Þess vegna ættir þú að nota GRÆNAN og APPELSÍNUGULAN hyljara

Rósaroði, grábláir baugar undir augum eða sjáanlegar æðar; galdurinn við fallega kvöldförðun er ekki alltaf fólginn í „contouring” eða því að nota hefðbundinn „baugahyljara”. Reyndar er litafræðin merkilegt fyrirbæri og þannig geta andstæðir litir í litahring; rauður vs. grænn og blár vs. appelsínugulur myndað mótvægi sem afmáir litamismun og jafnar áferð hörundsins út.

1438197912-syn-mar-1438121872-heidi3
Heidi sýnir hér spila má með litafræði til að afmá bauga og roða

Að því sögðu er ekki að undra að margir af færustu förðunarfræðingum skuli grípa til þess að nota grænan, appelsínugulan og jafnvel gulan baugahyljara þegar jafna á út ójöfnur og litamismun á andlitshörundinu. Þannig getur græna kremið dregið úr rauðum þrota og jafnvel rósaroða, en guli og appelsínuguli baugahyljarinn getur jafnað út dökka bauga og jafnvel afmáð alveg.

1438197915-syn-mar-1438121904-heidi2
Ekki er að sjá að undir farðanum sé grænt og appelsínugult krem

Þetta er einmitt sú aðferðafræði sem förðunarfræðingurinn og myndbandsbloggarinn Heidi Hamoud styðst við þegar hún vill afmá ummerki um bauga, sýnilegar æðar í andlitinu og jafnvel hvimleiðan rósaroða í kinnum.

Heidi fer hér yfir ferlið í myndbandi sínu, en förðunin sem hún kennir hér er að öllum líkindum hentugri fyrir kvöldförðun og sérstök tækifæri – þetta er galdurinn að baki appelsínugula og græna litnum og svona ætti að bera farða yfir baugahyljarann:

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!