Bráðfyndinn Fóstbræðraskets frá árinu 2001 þar sem Hilmir Snær í hlutverki öfgafulls sundlaugavarðar, skikkar vammlausan sundlaugargest í hlutverki Benedikts Erlingssonar til líkamsþvottar, hefur farið stórum á netinu undanfarna daga og ekki að ósekju.
Í myndbrotinu má einnig sjá þá Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson í hlutverki óttasleginna meðborgara, þar sem þeir sápa sig af miklum eldmóð í sturtuklefanum – skelfingu lostnir yfir meðförum Hilmis á Benedikt, sem fær óvægna sápumeðferð áður en hann er rekinn í sundskýluna og ofan í laugina.
Það var Iceland Mag sem rifjaði upp þetta fáránlega fyndna atriði úr íslenskri sjónvarpsþáttasögu í þeim tilgangi að útskýra fyrir erlendum ferðamönnum mikilvægi þess að þrífa sig hátt og lágt áður en farið er ofan í íslenska sundlaug með öðrum gestum en hér er hún, stiklan, sem hefur gert allt vitlaust á netinu undanfarna daga: