Austfirðingar eru skemmtilegt, litríkt og opinskátt fólk. Það sýna ljósmyndir frá Gleðigöngunni sem farin var á Seyðisfirði í dag, en SYKUR birti fyrr í dag stutt viðtal við Snorra Emilsson, ábyrgðarmann Gleðigöngunnar sem hófst á sama tíma og stóra gangan í Reykjavík.
Við það tækifæri birti ritstjórn örfáar en dásamlegar ljósmyndir af Instagram sem sýndu hversu skemmtileg og lifandi Gleðigangan á Austfjörðum var í dag. Ritstjórn lánaðist að koma höndum yfir fleiri svipmyndir frá Gleðigöngunni á Seyðisfirði í dag, sem sýna ljóslega að ekki einungis eru Reykvíkingar hýrir heldur Íslendingar um allt land.
Skemmst er frá því að segja að þátttaka Gleðigöngunnar á Seyðisfirði fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda og þannig gengu 150 manns í nafni ástar og kærleika á Austfjörðum í dag, þrátt fyrir að einungis 50 þáttakendur hafi upphaflega meldað sig gegnum Facebook viðburðasíðu Gleðigöngunnar.
Ritstjórn óskar landsmönnum öllum til hamingju með Hinsegis daga og slær botninn í umfjöllun um Gleðigönguna með þessum litríku, skemmtilegu og gleðiríku skotum frá Seyðisfirði fyrr í dag, en það var Inga Hanna sem sendi ritstjórn SYKUR svipmyndirnar sem má sjá hér að neðan: