Regnbogaleitur Skólavörðustígurinn hefur ratað í heimsfréttir; í það minnsta fer blaðamaður BBC fögrum orðum um fagurt uppátæki Reykjavíkurborgar og segir Gay Pride dagana sem nú standa yfir á höfuðborgarsvæðinu, einn stærsta viðburð ársins.

Þá þykir blaðamanni BBC merkilegt að sjálfur borgarstjóri hafi lagt hönd á plóginn, en Dagur Eggertsson greip sjálfur málningarrúllu á dögunum og málaði þannig gula litinn á götuna. Eins og flestir vita standa Gay Pride dagar nú yfir í Reykjavik en hátíðinni lýkur þann 9 ágúst og mun regnboginn á Skólavörðustíg standa óhreyfður þar til í lok sumars.

Frétt BBC má lesa hér en á vefsíðu Hinsegin Daga má skoða svipmyndir frá hátiðinni og dagskránna í ár.