KVENNABLAÐIÐ

Gay Pride: Blaðamaður BBC fer fögrum orðum um regnbogann á Skólavörðustíg

Regnbogaleitur Skólavörðustígurinn hefur ratað í heimsfréttir; í það minnsta fer blaðamaður BBC fögrum orðum um fagurt uppátæki Reykjavíkurborgar og segir Gay Pride dagana sem nú standa yfir á höfuðborgarsvæðinu, einn stærsta viðburð ársins.

_84709020_11846781_10153550203129265_8861643799948345734_n
Þessi glæsilega mynd af Skólavörðustígnum blasir við lesendum á fréttavef BBC

Þá þykir blaðamanni BBC merkilegt að sjálfur borgarstjóri hafi lagt hönd á plóginn, en Dagur Eggertsson greip sjálfur málningarrúllu á dögunum og málaði þannig gula litinn á götuna. Eins og flestir vita standa Gay Pride dagar nú yfir í Reykjavik en hátíðinni lýkur þann 9 ágúst og mun regnboginn á Skólavörðustíg standa óhreyfður þar til í lok sumars.

_84709021_mbl.is
BBC greinir frá því að börn sem fullorðnir hafi málað Skólavörðustíginn í regnbogalitum

Frétt BBC má lesa hér en á vefsíðu Hinsegin Daga má skoða svipmyndir frá hátiðinni og dagskránna í ár.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!