KVENNABLAÐIÐ

Lífstílsblogg Lindu Péturs í loftið: „Við getum flest öll bætt líf okkar á einn eða annan hátt“

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og heilsufrömuður, hefur hleypt nýrri vefsíðu í loftið sem ber einfaldlega heitið LINDA en hún hyggst miðla af langri reynslu í heilsu- og bjútíbransanum gegnum pistlaskrif, næringar- og heilsuráðgjöf.

Linda, sem hefur af 25 ára yfirgripsmikilli reynslu af fegurðar- og heilsugeiranum að miðla til lesenda sinna, segir einnig á Facebook að hún sé þegar farin að taka niður bókanir í einkaráðgjöf yfir netið. Hún lauk nýverið fjárnámi við heilsuráðgjöf gegnum skóla í New York og afrakstur námsins má nú sjá ljóslifandi gegnum lífstílsbloggið sem Linda hleypti af stokkunum í gær.

Þá sækir Linda hiklaust innblástur í eigin árangur og hvetur lesendur til að skrá sig á póstlista:

Hægt er að skrá sig á póstlista á heimasíðunni, og þeim er skrá sig sendi ég þakkargjöf í formi uppskriftar af góðum grænum drykk sem ég fæ mér flesta morgna, og mæli heilshugar með. Þá fylgir einnig með, svokölluð “Fyrir og eftir mynd”, sú fyrri tekin 2010 þegar ég var mikið veik af liðagigt ásamt því að vera of þung, og hin nú í sumar 5 árum síðar (enn með liðagigt) en heilbrigður lífsstíll hafður í fyrirrúmi.

Ítarlegt viðtal við Lindu, sem prýðir forsíðu MAN sem út kom í gær, má lesa í ágúst tölublaðinu, en þar rekur Linda aðdraganda lokunar Baðhússins, sem samofið var nafni hennar í tvo áratugi.

screenshot-man.is 2015-08-07 08-44-37
Linda Pétursdóttir á forsíðu MAN; skjáskot af vefsíðu

Í viðtalinu segist hún meðal annars hafa upplifað djúpt sorgarferli í kjölfar lokunarinnar þar sem henni hafi sýnst ævistarfið vera farið. Hafi hún sofið að mestu í heila tvo mánuði en að hún sé staðráðin í að láta ekki biturð lita líf sitt. Reynslan hafi að lokum orðið til þess að hún endurskoðaði líf sitt:

Við getum flest öll bætt líf okkar á einn eða annan hátt og vonandi hefur reynsla mín kennt mér eitthvað í þeim efnum, sem ég get svo miðlað áfram til þeirra sem vilja.

Vefsíðu Lindu Pétursdóttur má skoða HÉR og við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!