Þessi réttur er himneskur og óvanalegur að því leyti að jarðarberin eru bökuð í ofni sem gerir þau alveg ótrúlega góð! MJÖG EINFALT AÐ GALDRA FRAM…
Ofnbökuð jarðarber:
- 2 bollar jarðarber skorin í fernt
- 2 tsk sykur
- 1/4 tsk vanilludropar
Mascarpone búðingur:
- 250 grömm mascarpone ostur við stofuhita
- 125 grömm rjómaostur við stofuhita
- 4 matskeiðar sykur
- 1 tsk vanilludropar
- 1 bolli rjómi
AÐFERÐ:
Bökuð jarðarber:
- Hitaðu ofninn á 180 og smyrðu eldfast mót með kókosolíu og leggðu berin í mótið.
- Sykraðu berin og bættu við vanilludropunum og blandaðu öllu vel saman.
- ristaðu þau í ofninum í 20-25 mínútur.
Mascarpone búðingur:
- Þeyttu saman mascarpone ostinn, rjómaostinn, 3 matskeiðar sykur og vanilludropana þar til allt hefur blandast vel saman.
- Í annari skál skaltu þeyta saman rjómann og 1 matskeið af sykri þar til rjóminn er stífþeyttur. Blandaðu svo rjómanum saman við mascarponeblönduna.
- Sprautaðu eða settu með skeið mascarponerjómann í 6 litlar skálar og settu bökuðu jarðarberin ofaná. best er að bera réttinn fram um leið og hann er tilbúinn og berin enn heit.
Uppskrift er fengin héðan þar sem notast var við gervisætu en við gerðum hann með hvítum sykri og hann heppnaðist mjög vel.