Ótrúlegt en satt! Hér má sjá bifhjólamanninn Robbie Maddison á einu því magnaðasta FMX torfæruhjóli sem sögur fara sennilega af, en Robbie vann að verkefninu sem sjá má hér að neðan í heil tvö ár.
Draumur Robbie, sem er atvinnumaður í torfæruakstri, var sá að geta spólað á torfæruhjóli út á himinbláan hafflötinn og ekið hjólinu eftir iðandi og hafbláum öldunum. Leyndarmálið virðist fólgið í því að setja skíðafleti neðan á hjólin, sem eru breiðari en gengur og gerist á venjulegum torfæruhjólum og með grófara mynstri en venjulega.