Magnesíumæði hefur runnið á þjóðina og eru apótek og lyfsalar landsins að blekkja fólk með auglýsingastreymi sem lofar gagnsemi steinefna sem ekki eru nauðsynleg og geta jafnvel unnið skaða á líkamanum. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason læknir í viðtali við fréttastofu RÚV.
„Mér finnst stundum skjóta skökku við að apótekarar, þeim er náttúrlega treyst fyrir lyfsölu í landinu, að þeir skuli vera að auglýsa lausasölulyf grimmt í blöðum,”
Þetta segir Vilhjálmur Ari meðal annars í viðtali við RÚV og bætir því við að Magnesíum geti verið skaðlegt í mjög stórum skömmtum. Alger óþarfi sé að taka magnesíum í ofskömmtum eins og nú sé í tísku, en skortur á steinefninu sé mjög sjaldgæfur.
„Magnesíum er t.d. eitt af því sem er talið geta verið skaðlegt í mjög stórum skömmtum. Það hefur runnið á landann svona magnesíum æði því salan hefur verið þvílík. Og allir trúa því að Magnesíum sé svarið við öllu“.
Þá segist Vilhjálmur Ari, sem hefur starfað sem heimilislæknir í þrjá áratugi og einnig á slysa- og bráðamóttöku, einungis einu sinni eða tvisvar hafa rætt við skjóstæðing með hreinan Magnesíumskort en að hann hafi einnig séð nokkur dæmi um magnesíumeitrun og að það séu alvarlegar eitranir.
Aðalmálið er að það er verið að plata fólk.
RÚV greindi frá