Ríflega 3 milljónir eintaka seldust af People’s Magazine þegar ritið gaf út sérstakt minningarblað um prinsessuna elskuðu. þetta er næst mest selda tölublað People’s magazine en mest selda tölublað var tileinkað fórnarlömbum 11. september.
Tímaritið Time birti þessa forsíðu árið 2012 sem varð tilefni mikilla umræðu um allan heim um brjóstagjöf. Hversu lengi á að hafa börn á brjósti? Eiga þau að vera á brjósti svona lengi? Óhugsandi hefði verið að birta svona forsíðu jafnvel áratuginum fyrr. Áfram brjóstagjöf!
Já, ég er samkynhneigð! Þessi forsíða sem þótti djörf árið 1997 reið ferli Ellen Degeneris nærri að fullu en fordómarnir eru til að brjóta þá á bak aftur og það tóks Ellen sannarlega enda ein elskaðasta grín-og sjónvarpsstjarna heims.
Katiti Kironde vann samkeppni á vegum Glamour Magazine og var fyrsta svarta konan til að prýða forsíðu stærstu glamúrblaðanna. Þetta var mest selda tölublað Glamour í 29 ára sögu þess en yfir 2 milljónir eintaka seldust. Ritstjórn Glamour bárumst reiðibréf en miklu fleiri glöddust yfir þessum tímamótum. Blaðið kom út í ágúst 1968.
Sharbat Gula prýddi forsíðu National Geographic en stingandi augnaráð hennar sem ljósmyndarinn fangaði í flóttamannabúðum við landamæri Pakistan vakti forvitni heimsins á málefnum flóttamanna og stúlkunnar var leitað löngu eftir að þessi forsíða setti heiminn á annan endann.