Lifðu hvern dag líkt og hann væri þinn síðasti! er nýjasta útspil söngkonunnar Alicia Keys en hún gaf út smáskífuna 28.000 Days nú í vikunni. Um fyrstu smáskífu Aliciu í heil þrjú ár er að ræða, en síðasta breiðskífa hennar – Girl on Fire – kom út árið 2012.
Frábær smellur með fönkívafi, byljandi trompetundirspili, kraftmiklum söngtexta og melódísku píanóundirspili sem Alicia er einmitt hvað þekktust fyrir – en sjálf segir Alicia titilinn 28.000 Days vísa í þá staðreynd að meðalævi mannskepnunnar er einmitt u.þ.b. 76 ár eða 28.000 dagar og vill hún með því segja að hver dagur lífsins sé ævintýri.
Hér má heyra nýjasta útspil Aliciu, fín smáskífa sem verður að finna á óútkominni breiðskífu söngkonunnar, sem jafnframt verður hennar sjötta í röðinni – en fyrir neðan má sjá skemmtilega LEVIS auglýsingu sem Alicia ljáir röddu sína, en þar ræðir hún m.a. afstöðu sína til femínisma og aðdáun á þeim meðfædda þrótti sem konur búa yfir: