KVENNABLAÐIÐ

Kim gerir stólpagrín að Caitlyn: „Þú hljómar ennþá eins og karlmaður!“

Caitlyn Jenner, sem áður hét Bruce Jenner, er ekki sátt við eigin málróm en í nýrri kynningarstiklu frá sjónvarpsstöðinni E!, þar sem heimildarserían I Am Cait verður frumsýnd annað kvöld, má sjá Kim Kardashian gera stólpagrín að karlmannlegum málrómi Caitlyn.

Fyrsti hluti heimildarseríunnar verður frumsýndur á morgun, 2 ágúst, vestanhafs en í fyrrgreindri stiklu má sjá Kim yfirheyra Caitlyn og skipa henni að nota kvenlega röddu þegar hún hringir eftir herbergjaþjónustu af hóteinu, en kveður skömmu síðar upp úrskurð sinn; Caitlyn hljómi enn eins og karlmaður þrátt fyrir að vera sannlega kona.

Þá segir Caitlyn að hún taki nærri sér hversu dimmrödduð hún er og að þær konur sem fæddust sem slíkar og hafa ekki undirgengist kynleiðréttingarferli geti ekki sett sig í hennar spor:

Konur átta sig ekki á því hversu mikilvægur raddblærinn er. Ekki bara í almennum samskiptum, heldur líka fyrir sálarlífið – að konunni líði vel í eigin skinni þegar hún talar upphátt.

Í nýlegum bloggpistli sem Caitlyn skrifaði fyrr í þessum mánuði kemur hún einmitt inn á mikilvægi þess að hljóma vel:

Það skiptir engu máli hversu vel mér líður eða hversu glæsilega ég lít út. Ég á enn í vandræðum með röddina og raddtóninn. Það truflar mig dálítið. En ég vona þó að fólk hlusti ekki um of á raddblæinn og tóntegundina þegar ég tala, heldur það sem ég hef að segja. Það eitt skiptir mig máli.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!