KVENNABLAÐIÐ

Dísætur hryllingskökubakstur Christine (32) slær í gegn á Instagram

Hrottafengnar súkkulaðiköngulær, blæðandi jarðarber með stífþeyttum rjóma og hnarreistir smákökusporðdrekar. Allt þetta og meira til töfrar hin bandaríska Christine McConnell fram, en hún er búsett í Los Angeles og starfar sem ljósmyndari.

Á góðum degi getur hún töfrað fram ógeðfellt og ljúffengt hryllingskökusafn og ber fram á rósóttum kökudiskum; með köflótta svuntu að vopni, undarlega brosmild og eins og klippt út úr tískuriti frá fimmta áratugnum.

Hver man ekki eftir skrímslinu úr Alien seríunni ….

11327850_1623829307904219_1718055544_n

11410514_430210153820562_1847014566_n

11333580_1585689145014528_340572683_n

Hryllingsbakstur Christine er síður en svo gerður í gróðraskyni, en í nýlegu viðtali við Buzzfeed segist stúlkan af fátæku fólki komin og að langan tíma hafi tekið hana að safna fyrir fyrstu myndavélinni sem hún nýtir meðal annars til að mynda eigin listaverk sem flest birtast á Instagram. Kökurnar selur hún ekki, heldur bakar fyrir vini og fjölskyldu – tekur upp hrærivélina um helgar og myndar eigin sköpunarverk í bak og fyrir.

Þessi hnallþóra myndi sóma sér vel á kaffiborði Adams fjölskyldunnar:

918166_1437155873196653_380273184_n

10005446_242430499277307_1439258825_n

10175172_685212774858922_1891965835_n

Hér má t.a.m. sjá viðbjóðslegar vöfflur Christine, en hún starfar sem stílisti, fyrirsæta, ljósmyndari og leggur stund á förðunarnám.

Mannýg jarðarber með rjóma … hver vill ekki smakka slíkt?

925909_599014970213627_273616177_n

Þá er ekki að furða að Instagram reikningur ríflega þrítugrar húsmóðurinnar skuli njóta slíkra vinsælda sem raun ber vitni, en yfir 135.000 manns fylgja henni á samskiptamiðlinum og fer aðdáendahópurinn ört stækkandi.

Hér má sjá Valentínusarskreytingar að hætti Christine:

1941178_483477165097230_824461572_n

1922082_723638394337321_710538965_n

1743063_705260659526886_462965826_n

Reyndar minna stílíseringar Christine um margt á stúlkurnar í Stepford Wives, þar sem hún svipbrigðalaus situr fyrir á eigin myndum og skreytir meðal annars draugahús, geimskrímsli og aðra viðurstyggilega vætti – sem allir eiga það sameiginlegt að bragðast einkar vel.

Hrífandi Hrekkjavökuþema þar sem húsfrúin trónir í forgrunni:

halloweentest

1169098_359297367550091_1800864656_n

1389667_212460522265497_168518662_n

Sjálf segist Christine hafa lært að baka af áhorfi YouTube myndbanda og bera sköpunarverk hennar vitni aðdáunar hennar sjálfrar á eitthvað sem lendir mitt á milli Tim Burton, The Addams Family og Desperate Housewives, með slettu af Hitchcock einhvers staðar inn á milli. Sjálf segist hún einmitt mikill aðdáandi fyrrgreindra en hún heldur einnig mikið upp á Vincent Price og Paulu Deen.

Undursamleg brúðkaupsterta; höggormurinn í aldigarði Eden:

1738323_609038605818745_183782121_n

1799572_340923699380545_342778484_n

1723571_1395871777339173_1522095584_n

Christine sagði blaðamanni Buzzfeed að hún væri algerlega hugfangin af fyrri hluta síðustu aldar:

Ég er alveg heltekin af fegurðinni sem einkenndi fjórða, fimmta og sjötta áratuginn. En svo er ég líka hrifin af fáránleikanum sem litaði áttunda áratuginn. Þess vegna bera kökurnar mínar svona hallærislega hrottafenginn blæ, því þær endurspegla allt þetta.

Kökuhlaðborð sem er eins og klippt úr Stepford Wives:

1390056_607301829317920_388475589_n

1390236_371617186307021_1255510910_n

1173019_1401950716711033_320353167_n

Aðspurð segist Christine ekki hafa hugmynd um hvernig hún ætti einu sinni að verðleggja eigin verk:

Nei, ég baka bara fyrir fjölskyldu og vini að gamni mínu. Vinnan að baki hverri köku er svo flókin að ég myndi ekki einu sinni vita hvernig ég ætti að verðleggja þær. Svo fæ ég stöðugt nýjar hugmyndir og ég vona að mér þverri aldrei þróttur til að læra og útfæra nýjar og öðruvísi hugmyndir.

10175257_734430706578731_416778705_n

926444_1468480736720754_649208182_n

10268857_504492239673482_183434255_n

Allur réttur áskilinn:

christinehmcconnell@instagram

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!