Anna Lotta, sem er 22 ára gömul og nemur sálfræði í Hollandi deildi eftirfarandi stöðuuppfærslu á Facebook fyrir skemmstu en þar varpar hún upp þeirri spurningu því íslenskir skólar bjóða ekki upp á ítarlegri kynfræðslu en raun ber vitni.
Nefnir hún meðal annars þá staðreynd að í sálfræðináminu er boðið upp á þriggja vikna kynningaráfanga þar sem farið er ítarlega í gerð kynfæra kvenna og hvaða hlutverki þau gegna. Segir Anna Lotta augljóst að Hollendingar séu framar Íslendingum í þessum efnum, en skemmst er að segja frá því að SYKUR fjallaði um eðli kynfræðslutíma fyrir hollensk grunnskólabörn fyrr á þessu ári.
Eftir hvern og einn tíma var ég að springa úr áhuga á efninu, en á sama tíma var ég sár og næstum því reið út í þá kynfræðslu sem ég hafði hlotið hingað til. Það var augljóst að hollendingarnir sem sátu tímana með mér voru ekki að heyra þessa hluti í fyrsta skipti, og ég skammaðist mín ofan í tær fyrir að hafa svona litla vitneskju um sjálfa mig.
Þá gagnrýnir Anna Lotta einnig tíðni kynfræðslu í íslensku menntakerfi og segir augljóst að frændur okkar Hollendingar séu mun framar í þessum efnum. Að íslensk kynfræðsla þurfi að taka breytingum og að vandræðalegast hafi henni þótt að samnemendur hennar hafi verið mun meira með á nótum en hún sjálf.
Ég lærði helling á þessum þremur vikum, en það sem var hvað skýrast var að kynfræðsla -verður- að batna. Það má vel vera að einhver hluti upptalningarinnar hér að neðan hafi komið fram í þessum þremur (?) kynfræðslutímum sem ég fékk yfir grunn- og menntaskólagöngu mína, en stærstur hluti upplýsinganna gerði það ekki.
Hér að neðan má sjá stöðuuppfærslu Önnu Lottu í heild sinni, þar sem hún útlistar hvernig kynfæri kvenna eru að gerð og lögun og hvers hún varð áskynja á þriggja vikna kynningarnámskeiði í hollenska háskólanum, þar sem hún nemur sálfræði:
Hvers vegna fékk ég enga kynfræðslu? / Nokkrir hlutir sem ég vissi ekki um líkamann minn
Hæ.
Ég er 22 ára og að læra sálfræði í Hollandi.
Um daginn var ég í þriggja vikna kynningaráfanga um kynlíf þar sem ég lærði meira um sjálfa mig en ég lærði samanlagt í grunn- og menntaskóla. Fæst af því var mjög sértæk kunnátta, næstum allt hlutir sem ég trúði ekki að ég hefði hvergi heyrt áður, ef þetta er satt var svo sjálfsagt að ég hefði lært það fyrir löngu.
Eftir hvern og einn tíma var ég að springa úr áhuga á efninu, en á sama tíma var ég sár og næstum því reið út í þá kynfræðslu sem ég hafði hlotið hingað til. Það var augljóst að hollendingarnir sem sátu tímana með mér voru ekki að heyra þessa hluti í fyrsta skipti, og ég skammaðist mín ofan í tær fyrir að hafa svona litla vitneskju um sjálfa mig.
Ég lærði helling á þessum þremur vikum, en það sem var hvað skýrast var að kynfræðsla -verður- að batna. Það má vel vera að einhver hluti upptalningarinnar hér að neðan hafi komið fram í þessum þremur (?) kynfræðslutímum sem ég fékk yfir grunn- og menntaskólagöngu mína, en stærstur hluti upplýsinganna gerði það ekki.
Kynfræðsla þarf að vera meira en að sýna hvað gerist þegar túrtappi er settur í vatn, eða að setja smokk á banana. Það er bráðnauðsynlegt að við byrjum að kenna börnum og unglingnum, og læra sjálf, á líkamana okkar.
Hér eru örfáir hlutir sem ég lærði í þessum örkúrs. Ég skammast mín enn þá fyrir að hafa ekki vitað þetta um sjálfa mig, hélt kannski að ég væri sú eina sem vissi þetta ekki og að ég hefði átt að vera búin að finna út úr þessu sjálf. Þegar ég ræði þetta við vini mína og vinkonur fæ ég samt a tilfinninguna að þetta sé alls ekki almenn vitneskja.
Kannski vitið þið þetta öll. Það myndi gleðja mig heil ósköp. Ef ekki vona ég að ykkur finnist þetta jafnmerkilegt og mér, og jafnmikilvægt að við vitum svona hluti.
Snípur
Snípurinn er miklu, miklu stærri en þessi örlitli nabbur sem við tölum um. Hann er 10-15 cm langur og nær alla leið aftur að endaþarmi, ásamt því að umlykja leggöngin (sjá mynd – þetta rauða). Hann er úr sama vef og kóngurinn á typpum (raunar er kóngurinn myndaður úr því sem hefði annars orðið að sníp fóstursins þegar aukin hormón í legi breyta fóstrinu í kk). Það er ekki skrítið að við vitum jafn lítið um snípinn og raun ber vitni, því fyrsta þrívíddarmyndin af honum var ekki gerð fyrr en árið 2009. Pælið í því. Það var í fyrsta skipti sem það var til vísindaleg mynd af snípnum. Líffæri sem er einskis vert nema til að veita konum ánægju er bara ekki nógu mikilvægt til að rannsaka það.
G-bletturinn
Í beinu framhaldi af þessum “risavaxna”-sníp, má gjarnan minnast á g-blettinn. Hann er bara hluti af snípnum, snertur “aftanfrá”, eða “að innan” eða hvernig sem er best að orða það, örvaður innan úr leghálsinum.
Fullnæging
Fullnæging í gegn um leggöng er ekki til sem slík. Örvunin kemur öll frá snípnum, í þessu tilfelli þeim hluta hans sem umlykur leggöngin. Fáar konur geta fengið þessa tegund fullnægingar (held ég hafi lesið um 10% einhversstaðar), svo samfarir eru í eðli sínu karllægt kynlíf þó svo að flestir geti notið þess. Hvers vegna talar mín kynslóð um það að fólk sofi ekki saman nema að samfarir eigi sér stað?
Þvagfæraop og leggöng eru tveir ólíkir hlutir.
Það er líklegt, og vonandi, að þetta sé almenn vitneskja. Þetta vissi ég sem betur fer áður en ég tók valfag um kynlíf þegar ég var 22 ára. Ég lærði þetta hinsvegar ekki fyrr en ég var 17 ára, og það var vinkona mín sem sagði mér það. Ég lét eins og ekkert væri, en man eftir að hafa fengið tár í augun því mér fannst ég svo heimsk. OITNB þátturinn þar sem „illa upplýstu, ómenntuðu konurnar“ læra þetta hristi helling upp í mér.
Þegar leggöng blotna
Ég lærði hvað gerist þegar karl örvast kynferðislega í menntó. Blóðflæði til typpisins eykst, það stækkar og harðnar. Mér var hinsvegar ekki kennt að það sama gerist þegar kona verður æst. Blóðflæði eykst og snípurinn stækkar. Ef konan er nægilega örvuð myndast nógu mikill þrýstingur til að hluti blóðvökvans þrýstist inn í leggöngin, og hún blotnar. Ef sleipiefni er notað því stelpan “er ekki nógu blaut” er því í raun jafnfáránlegt og að ætla að rétta typpi með spelkum áður en samfarir hefjast. Það þarf einfaldlega að örva stelpuna meira. Ekki þekki ég strák sem myndi láta sér detta í hug að troða hálflinu typpi inn í stelpu, hvers vegna þykir það eðlilegt að hefja samfarir þegar hann er tilbúinn en ekki hún?
Áhrif pillunar á kynlífslöngun og almenna vellíðan.
Magn testósteróns stjórnar kynlífslöngun og líkamlegu og andlegu viðbragði við kynferðislegum upplýsingum. Einnig hefur skortur á testósteróni neikvæð áhrif á þreytustig, vöðvamyndun og kalkmyndun í beinum. Nýjustu rannsóknir, frá 2014, sýna að pillan minnkar náttúrulega framleiðslu testósteróns að meðaltali um 61%.
-Ath. 61%. Meira en helming, að meðaltali.-
Það getur ekki haft jákvæð áhrif á líkamsstarfsemi. Í fyrirlestrinum þar sem þetta kom fram var einnig rætt um “karlapilluna”, sem er til og virkar víst jafnvel og kvenpillan. Fyrirlesarinn velti fyrir sér hvort ástæðan fyrir því að notkun hennar væri lítil sem engin væri því karlar myndu ekki láta sér detta í hug að taka inn pillu sem minnkar kynlífslöngun þeirra. Eða hvort konur myndu yfir höfuð treysta körlum til að taka pilluna samviskusamlega. Báðir punktar, sama hvert sannleiksgildi þeirra er, varpa örlitlu ljósi á hvað við erum léleg í að tala um kynlíf, skyldur okkar gagnvart öðrum og sjálfum okkur þegar kemur að kynlífi, traust og samskipti og hvað við eigum langt í land með að opna þessa umræðu.
Ég gæti haldið áfram, það er alls konar um kynlífstengd vandamál (sem eru lítið sem ekkert rannsökuð) og samband þeirra við samskiptaleysi, sjálfsmynd og fullnægingar sem stuðaði mig líka svo lítið eitt sé nefnt.
Fyrir áhugasama er hérna grein um kynfræðslu í Hollandi. Mæli með myndböndunum sem fylgja og gefa dæmi um fræðslu sem 6 og 11 ára krakkar fá. Ég er græn af öfund út í þessa krakka fyrir að fá að læra þetta eins og ekkert sé eðlilegra; því ekkert er eðlilegra.
http://www.pbs.org/newshour/updates/spring-fever/
Ég læt þetta gott heita. Vona að ég hafi kennt ykkur sem minnst og að þið hafið ekki lært neitt nýtt. Annars vona ég að einhverjum þyki þetta jafnáhugavert og mikilvægt og mér.
Takk og bæ.
Hér má sjá stöðuuppfærsluna eins og hún birtist á Facebook:
Hvers vegna fékk ég enga kynfræðslu? / Nokkrir hlutir sem ég vissi ekki um líkamann minnHæ.Ég er 22 ára og að læra sá…
Posted by Anna Lotta on Thursday, July 30, 2015