Ef þú átt leið um Siglufjörð um Verslunarmannahelgina er um að gera að koma við og skoða Sigló Hótel en þetta nýopnaða hótelið er gullfallegt og aðkoman glæsileg. Sigló Hótel er skemmtilega staðsett í hjarta bæjarins en það er byggt út í smábátahöfnina. Hótelið býður upp á lúxus herbergi, Classic herbergi, Junior Svítur og Svítur. Herbergin eru hvert öðru glæsilegra, óvenju rúmgóð, búin öllum þægindum og er gott útsýni úr öllum herbergjum.





Veitingastaðurinn Sunna er inná hótelinu ásamt Lobbýbarnum sem opin eru allt árið um kring. Marga fleiri veitingastaði er að finna á Siglufirði en upplýsingar um nokkra þeirra er hægt að finna hér.
