KVENNABLAÐIÐ

DIY: Fullkominn HÁRBLÁSTUR í FIMM einföldum skrefum

Engu virðist skipta hvernig ég ber mig að inni á baðherbergi; aldrei tekst mér að ná svífandi léttri blástursáferð hárgreiðslukonunnar sem klippir mig. Alveg er það óþolandi að fara heim með fallega klippingu, sofna sæl og vakna á koddanum næsta dag … með hey í stað hárs.

Ekki að ég sé með hey á höfðinu, en þannig líður mér alla vega oft þegar ég kem heim eftir að hafa fengið faglegan hárblástur á hárgreiðslustofu; ég sofna á koddanum, vakna með úfið hár daginn eftir og engu skiptir hvernig ég hamast með hárþurrkuna inni á baði – allt strýið stendur út í loftið og ég verð eins og bjáni um höfuðið.

Eitthvað segir mér að fleiri glími við sama vanda; gangi út með guðdómlega blásið hár af stofunni með nýja klippingu, kasti sér glaðlega inn í sturtuna og líti svo í spegil, einungis til að átta sig á því að tæknin sem þær notast við á stofunum er svo háþróuð að eðlilegri manneskju er ógerlegt að leika tæknina eftir inni á baðherbergi.

Kannski þetta myndband komi þó til með að varpa ljósi á málið; en hér fer Giovanni Vaccaro, sem er hárgreiðslumeistari og einn forkólfa snyrtiþjónustunnar GlamSquad yfir hvernig best er að bera sig að!

Svo lærir sem lifir …

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!