KVENNABLAÐIÐ

Gefa út ÖRYGGISRIT um töku SELFIES í kjölfar DAUÐSFALLA

Sjálfsmyndataka getur verið stórhættuleg og þannig valdið slysum. Þetta vita yfirvöld í Rússlandi sem hafa komið böndum á sjálfsmyndatöku almennings með farsímum og settu hnefann í borðið fyrir skemmstu, en þó ekki fyrr en röð slysa og jafnvel dauðsfalla sem rekja má til glæfralegrar sjálfsmyndatöku höfðu skekið þjóðlífið.

Hafa yfirvöld því gengið svo langt að gefa út öryggishandrit fyrir almenning sem fjallar um hvernig skal bera sig að við sjálfsmyndatöku, svo ekki verði slys af. Þó hugmyndin kunni að hljóma fáránleg í fyrstu, er eðlilegt að ætla að yfirvöld hafi brugðist við í kjölfar dauða 21 árs gamallrar konu sem féll af brú í Moskvu með farsímann í höndum og 17 ára gamallrar stúlku sem lést við sjálfsmyndatöku, en sú hrasaði og féll á rafmagnsvíra með fyrrgreindum afleiðingum.

screenshot-www.wired.co.uk 2015-07-30 11-34-22
Bæklingnum verður dreift til almennings á opinberum samkomum

Það er Innra eftirlit ríkisstjórnarinnar sem tók af skarið í þeim tilgangi að fræða almenning um hættuna sem fólgin er í sjálfsmyndatöku og efndi til blaðamannafundar af því tilefni, í samráði við ríkislögreglustjóra, þar sem farið var yfir hvernig handbókinni verður dreift til almennings. Sagði ríkislögreglustjóri við það tækifæri að aldrei væri nægilega oft farið yfir öryggisreglur:

Samhliða þeim tækifærum sem samskiptamiðlar nútímans fela í sér, leynast einnig hættur. Við viljum ítreka fyrir almennum borgurum að eltingaleikurinn við viðurkenningu gegnum samskiptamiðla getur leitt til alvarlegra slysa og jafnvel ótímabærra dauðsfalla.

Aðstoðarráðherra ráðuneytis Innra Eftirlits, sem ber nafnið Alekseeva, gekk svo langt að taka fjölmargar sjálfsmyndir með gestum blaðamannafundarins þar sem farið var yfir hvernig skal taka sjálfsmyndir á farsíma.

screenshot-www.wired.co.uk 2015-07-30 11-33-28
Elena Alekseeva, aðstoðarráðherra á blaðamannafundi

Lögregla mun alfarið sjá um að dreifa upplýsingabæklingunum á almennum samkomum, en einnig munu nemendur fá eintök á skólatíma. Þá má reikna með að stjórnendur fyrirtækja dreifi upplýsingunum til starfsmanna sinna áður en haldið verður í ferðalög á frítímum.

Leiðbeiningarnar eru enn sem komið er, einungis fáanlegar á rússnesku, en hægt er að lesa frumskjalið hér. Þó leiðbeiningarnar hafi ekki verið gefnar út á ensku, eru skilaboðin skýr og skorinort:

Líf þitt, almenn velferð og heilsa eru margfalt meira virði en vinsældir á samfélagsmiðlum!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!