KVENNABLAÐIÐ

EGGALDIN er æði svona framreitt!

Ok, það er ekkert mál að borða eggaldin sem aðalrétt en margir hugsa…hmmm…hvað á ég að gera við þetta grænmeti? Hér er ein leið, súper einfalt og ferlega gott!

Fyrir 4:

Skerðu eggaldin langsum í tvennt og skerðu í það rákir í skurðsárið en ekki svo djúpt að þú skerir í gegnum hýðið.

Kryddblanda:

2 mtsk þurrt Cuminkrydd

2 mtsk þurrt kórianderkrydd

1 mtsk paprikuduft

1 mtsk chili flögur

2 hvítlauksrif

1 tsk salt

1/2 bolli ólífuolía.

Blandaðu þessu öllu saman og berðu á eggaldinin og láttu drjúpa vel ofan í skurðina. Inn í ofn með þau (hýðið snýr niður) á 200 í 40 mín.

Á meðan eggaldinið bakast býrðu til 2 bolla af kúskús ( leiðbeiningar á pakkanum)

Fylling á eggaldin:

2 bollar eldað kúskús

2 mtsk saxaður vorlaukur

1 bolli ljósar rúsínur

4 mtsk sítrónusafi

2 mtsk saxaðar grænar ólífur

2 mtsk sítrónubörkur rifinn

lúka af fersku kóríander

lúka af ferskri myntu

Öllu blandað saman. þegar eggaldinin eru bökuð eru þau tekin út úr ofninnum, kúskússalatinu dreift yfir, smá grísk jógúrt ofan á allt saman og sletta af ólífuolíu og nokkur fersk kóríanderlauf! Geggjað gott! Upplagt að bera fram með góðu salati!

11233014_10152804094285834_5868112534492126483_o

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!